27.12.2011
Mæting kl.14:00. Ath, beint í sund það verður ekki þrek í dag.
23.12.2011
Þetta árið syntu ekki margir 1500 metra árlegt Þorláksmessusund á Akureyri, en þeir sem syntu gerðu það með glæsibrag.
20.12.2011
Framtíðarhópur er kominn í jólafrí til 3. jan 2012
kv
Þjálfari
17.12.2011
Æfingaplan er eftirfarandi:
11.12.2011
Við vorum að fá stóra og rúmgóða bakpoka frá Speedo sem við ætlum að selja á sama tíma og dósaúthlutunin fer fram (sjá frétt hér á undan). Þeir eru svartir og rauðir á litinn með áprentuðu logoi Sundfélagsins. Verðið á þeim er 6000 kr. Tilvalin jólagjöf :)
11.12.2011
Þriðjudaginn 13. des verður fjáröflunarnefnd með götuúthlutun fyrir dósasöfnunina sem verður í byrjun janúar. Þar sem við viljum komast í sem flestar götur er mjög mikilvægt að mæta á þessum tíma og fá úthlutaða götu svo hægt sé að sjá tímanlega hvaða götur verða eftir og skipuleggja framhaldið eftir því.
10.12.2011
Ekkert lát er á metaregninu hjá Bryndísi Rún Hansen á EM25 í Póllandi. Í gær tvíbætti hún metið í 50 m flugsundi og í dag var komið að 100 m flugsundi. Þar fór hún á 1:00;25 sem er bæting á Íslandsmeti hennar frá því fyrir tveim vikum á norska meistaramótinu, 1:00;81. Það styttist því óðum í 1 mínútu múrinn.
09.12.2011
Vegna kulda þá falla sundæfingar í útilaug niður í dag, 9. desember. Afrekshópur mæti í ræktina og taki hressilega æfingu þar.
09.12.2011
Uppfært kl. 16:50: Bryndís bætti Íslandsmetið aftur í milliriðlum, nú 26,70.
Bryndís Rún Hansen byrjaði þátttöku sína á EM-25 í Póllandi með stæl í morgun. Hún synti 50 m flugsund í undanrásum á nýju glæsilegu Íslandsmeti 26,80. Gamla metið átti hún sjálf 27,04, sett ÍM25 á dögunum. Tíminn var sá 15. besti í sundinu í morgun og skilar henni milliriðla síðar í dag.
08.12.2011
Pétur mun leysa yfirþjálfarann af núna næstu daga.
Ekki verða neinar morgunæfingar hjá Afrekshóp föstudaginn 9. des né mánudaginn 12. des.
Frí verður á laugardagsæfingu hjá Afreks- og Úrvalshóp.
Aðrar æfingar eiga að vera samkvæmt venju. Fylgist þó vel með heimasíðunni ef kuldaboli verður að stríða okkur (viljum ekki æfa úti ef frost fer niður fyrir 10 gráður).
Kveðja frá yfirþjálfaranum