Fréttir

Frétt frá ÍM 50 um liðna helgi

Góð helgi hjá sundkrökkunum okkar.

Frí á æfingum á sumardaginn fyrsta kv, þjálfarar.

Einar nýr formaður

Á aðalfundi félagsins í kvöld urðu talsverðar breytingar á stjórn. Elsa María Guðmundsdóttir og Börkur Óttósson hafa hætt í stjórn eftir langa setu og þakkar Óðinn þeim það óeigingjarna starf sem þau hafa unnið fyrir félagið í gegnum árin. Einar Hólm Davíðsson var kosinn formaður og tekur við af Ómari Kristinssyni sem þó mun halda áfram í stjórn. Auk þeirra tveggja skipa stjórnina þau Arnar Logi Björnsson, Halla Björk Garðarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Kolbrún Sigurgeirsdóttir og Lísa Björk Gunnarsdóttir en Arnar Logi og Kolbrún koma ný inn í stjórn í stað Elsu og Barkar.

Linkur á bein úrslit á SH Aktavis sem er um helgina