Fréttir

Úrslit frá Tyrmóti Ægis

Hér er tengill á bein úrslit frá Ægismótinu.

Engin laugardagsæfing 1. okt hjá Úrvalshóp

Þar sem allmargir úr hópnum eru á Ægismóti í Rvík, fellur æfingin niður. kv Ragga

Tyr mót Ægis 30 sept-2 okt.

Ferðatilhögun ofl.

Myndir frá Sprengimótinu

Nú eru komnar inn á vefinn myndir frá Sprengimótinu um síðustu helgi.

Ránarmót 12. maí

Árlegt sundmót á Dalvík. Hugsað fyrir Úrvalshóp, framtíðarhóp, höfrungahóp.

Sprengimót Óðins haldið í blíðuveðri

Sprengimót Óðins var haldið í Sundlaug Akureyrar um helgina og gekk vel í sannkölluðu blíðuveðri. Keppendur voru um 75 talsins frá 3 félögum. Flestir voru frá Óðni og Akranesi auk keppenda frá UMSB. Við vorum einstaklega ánægð með gestina okkar en þó verður að segja að það voru okkur í Óðni veruleg vonbrigði að ekki skyldu fleiri félög heiðra okkur með nærveru sinni á þessari fallegu helgi.

Úrslit Sprengimóts

Úrslit sprengimóts eru á sprengimótssíðunni sem hægt er að nálgast hér til hliðar.

Mæting 18:45, Kaffitería í Íþróttahöllinni

Verðlaunaafhending hefst rétt fyrir kl 19 og í kjölfarið verður bingó. Fjöldi glæsilegara vinninga í boði. Foreldrar og forráðamenn eru kvattir til að mæta með börnum sínum. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórn Óðins.

Breytt tímasetning - Sprengimót

Mótið byrjar 10 bæði laugardag og sunnudag. Fyrir æfinguna verður æfing/upphitun fyrir Afrekshóp og ÍA frá 8 - 10. Allir aðrir eiga að mæta kl. 9:00. Það er komið nýtt skráningarblað sem hægt er að nálgast á Sprengimótstenglinum hér til hliðar.

Fundur fyrir foreldra nýrra sundmanna

Stuttur foreldrafundur verður fyrir foreldra byrjenda hjá félaginu í Brekkuskóla á miðvikudagskvöld 14. september kl. 20.00 Með þessum fundi er foreldrum gefinn kostur á að komast inn í hvernig starfsemi félagsins gengur fyrir sig og spyrja allra spurninganna sem brenna á þeim. Verið svo góð að fjölmenna:) Dilla