Fréttir

Lágmarkamót næsta fimmtudag

Sundfélagið Óðinn ætlar að bjóða upp á lágmarkamót fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17. Mótið er opið öllum félögum en keppt verður í 25 metra laug í fjölbreyttum greinum.

Sjóræningjadagur fyrir sundskóla

Þá líður að Sjóræningjadeginum okkar en hann verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 3. nóvember í GLERÁRLAUG fyrir alla í sundskóla Óðins.

Extramót SH

Extramót SH verður haldið helgina 28.-29. október í Ásvallalaug. Frá Óðni fara sundmenn úr Afrekshópi og Úrvalshópi sem hafa náð tilskyldum lágmörkum.