Fréttir

Æfingar hjá Afrekshóp 30.des.

Æfingar á morgun verða kl.11:00 þrek og sund kl.12:00

Samherji styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf

Óðinn var meðal félaga sem í gær fengu styrk frá Samherja, fjórða árið í röð. Jafnframt fékk Bryndís Rún Hansen sérstakan heiðursstyrk. Samtals var 75 milljónum króna úthlutað til ýmissa samfélagsverkefna á Akureyri og nágrenni.

Æfing afrekshóps í dag

Mæting kl.14:00. Ath, beint í sund það verður ekki þrek í dag.

Þorláksmessusund Garpa á Akureyri

Þetta árið syntu ekki margir 1500 metra árlegt Þorláksmessusund á Akureyri, en þeir sem syntu gerðu það með glæsibrag.

Framtíðarhópur kominn í jólafrí

Framtíðarhópur er kominn í jólafrí til 3. jan 2012 kv Þjálfari

Jólasundæfingar hjá Afreks- og Úrvalshóp

Æfingaplan er eftirfarandi:

Bakpokar merktir Sundfélaginu Óðni

Við vorum að fá stóra og rúmgóða bakpoka frá Speedo sem við ætlum að selja á sama tíma og dósaúthlutunin fer fram (sjá frétt hér á undan). Þeir eru svartir og rauðir á litinn með áprentuðu logoi Sundfélagsins. Verðið á þeim er 6000 kr. Tilvalin jólagjöf :)

Götuúthlutin vegna dósasöfnunar í byrjun janúar

Þriðjudaginn 13. des verður fjáröflunarnefnd með götuúthlutun fyrir dósasöfnunina sem verður í byrjun janúar. Þar sem við viljum komast í sem flestar götur er mjög mikilvægt að mæta á þessum tíma og fá úthlutaða götu svo hægt sé að sjá tímanlega hvaða götur verða eftir og skipuleggja framhaldið eftir því.

Enn eitt Íslandsmetið hjá Bryndísi

Ekkert lát er á metaregninu hjá Bryndísi Rún Hansen á EM25 í Póllandi. Í gær tvíbætti hún metið í 50 m flugsundi og í dag var komið að 100 m flugsundi. Þar fór hún á 1:00;25 sem er bæting á Íslandsmeti hennar frá því fyrir tveim vikum á norska meistaramótinu, 1:00;81. Það styttist því óðum í 1 mínútu múrinn.

Sundæfingar í útilaug falla niður 9. des

Vegna kulda þá falla sundæfingar í útilaug niður í dag, 9. desember. Afrekshópur mæti í ræktina og taki hressilega æfingu þar.