Fréttir

Söludagur - Nýju gallarnir komnir

Söludagur verður á skrifstofu Sundfélagsins (gamla íþróttahúsinu í Laugargötu á 2. hæð), þriðjudaginn 29. nóv kl. 17:30 - 18:30. Óðinsgallarnir eru komnir, þannig að þeir sem pöntuðu galla geta nálgast hann á þessum tíma.

Tvö gull og tvö silfur

Bryndís Rún Hansen lauk keppni á norska unglingameistaramótinu í dag. Hún vann til verðlauna í öllum greinum sínum, tvö gull og tvö silfur, auk boðsunda.

Ný sundkona fædd!

Það fjölgaði í Óðinsliðinu í gær þegar Linda Rún Traustadóttir þjálfari eignaðist stúlku. Sjálf keppti Linda Rún fyrir Óðinn í mörg ár. Þeim mæðgum og fjölskyldunni allri eru sendar góðar kveðjur frá öllum í Óðni.

Íslandsmet hjá Bryndísi Rún í 100 flug

Bryndís Rún Hansen setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 m flugsundi en þá hófst keppni á Norska unglingameistaramótinu í 25 m laug. Bryndís synti á tímanum 1:00.81 en gamla metið var 1:01.24 sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fyrir 5 árum síðan.

Myndir frá Unglingalandsmóti

Vert er að benda á að inn á myndasíðuna eru nú komnar myndir sem teknar voru á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Vaskur hópur keppenda frá Óðni tók þátt þar sem keppt var undir merkjum ÍBA. Laugheiður mamma Bryndísar Bolla tók myndirnar.

Íslandsmeistaratitlunum fjölgaði í dag

Þá er ÍM25 fatlaðra lokið og tveir Íslandsmeistaratitlar bættust við í dag. Ljóst er að krakkarnir eru í mikilli framför og dæmu um bætingar svo nemur tugum sekúndna.

Tveir titlar á ÍM25 í dag

Í dag var fyrri keppnisdagur á ÍM25 fatlaðra en mótið er haldið í Laugardalslauginni. Keppendur Óðins létu ekki sitt eftir liggja og tveir Íslandsmeistaratitlar hjá Vilhelm Hafþórssyni bera hæst af annars frábærum árangri okkar fólks.

Keppni á ÍM25 lokið - fleiri Akureyrarmet

Þá er keppni á ÍM25 lokið þetta árið og þegar þetta er skrifað stendur yfir lokahóf SSÍ þar sem er mikið um dýrðir að venju. Akureyrarmetin féllu áfram í dag og þá varð Bryndís Rún Hansen Íslandsmeistari í 100 m flugsundi, hársbreidd frá Íslandsmeti.

Íslandsmet hjá Bryndísi Rún

Þá er úrslitum dagsins á ÍM25 lokið. Bryndís Rún Hansen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi er hún synti á 27,04 en gamla metið var 27,24. Bryndís býr og æfir sem kunnugt er í Noregi og er greinilega í fínu formi.

Fleiri Akureyrarmet falla

Óðinsliðið er aldeilis í fínu stuði á ÍM25. Við nánari samanburð á Akureyrarmetaskrá hefur komið í ljós að Birkir Leó Brynjarsson er búinn að slá tvö met og eitt gamalt boðsundsmet er fallið.