Fréttir

Fræðslufyrirlestur með Bjarna Fritzsyni

Strax eftir æfingu afrekshóps á föstudaginn, eru krakkarnir boðaðir á fræðslufyrirlestur í slanum okkar í Laugargötunni. Fyrirlesturinn hefst kl. 19.

WC pappír í fjáröflun - breytt fyrirkomulag

Við höfum ákveðið að breyta aðeins fyrirkomulagi á wc-pappír sölunni. Afhending verður nú einu sinni í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, og í fyrsta skipti núna 2. febrúar. Þá mun félagið nú halda utan um ágóða hvers og eins.

Íbúð óskast til leigu

Sundfélagið vantar að taka íbúð á leigu fyrir Vlad yfirþjálfara. Óskum eftir litilli íbúð í rólegu umhverfi með möguleika að setja upp gervihnattadisk. Endilega hafið samband við Halldór formann ef þið vitið af einhverju 861-4331 halldorarin@gmail.com

Óli G. Jóhannsson látinn

Óli G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, er látinn eftir stutt veikindi. Hann var fæddur 13. desember árið 1945 og því aðeins 65 ára að aldri. Hann var afbragðs sundmaður á sínum yngri árum og einn af stofnendum Sundfélagsins Óðins. Fjölskyldu Óla G. er vottuð samúð á þessum erfiðu tímum.

Bryndís Rún kjörin íþróttamaður Akureyrar 2010

Bryndís Rún Hansen er íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010, annað árið í röð, en kjörinu var lýst í Ketilhúsinu í kvöld. Þetta er glæsilegur árangur og verðskuldaður. Þá fékk yfirdómari Óðins, Gunnar Viðar Eiríksson, sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir áralangt, óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála á Akureyri.

Bryndís áfram með ÍSÍ-styrk

Bryndís Rún Hansen er meðal tíu sundmanna sem fá úthlutun úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir árið 2011. Styrkurinn nemur 200 þúsund krónum og er þetta þriðja árið í röð sem Bryndís hlýtur styrkinn.

Bryndís til Noregs

Eins og fram kom á uppskeruhátíð Óðins á dögunum hefur Bryndís Rún Hansen, nýkjörinn sundmaður Akureyrar, nú haft vistaskipti. Hún er flutt til Bergen í Noregi þar sem hún sest á skólabekk, auk þess að einbeita sér að sundinu.

Verðlaunahafar á RIG

Um helgina fóru Reykjavíkurleikarnir fram, eða Reykjavík Internationals Games, RIG. Þar var meðal annars keppt í sundi og átti Óðinn á annan tug keppenda. Keppt var bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra.

Afhending á harðfiski og fleira frá fjáröflunarnefnd

Nú er komið að afhendingu harðfisks. Þið sem voruð búin að leggja inn pöntun getið nálgast hann í þjálfaraherbergi Akureyrarlaugar þriðjudaginn 18. janúar milli kl. 16:30 og 17:30.

Bryndís Rún Hansen útnefnd sundmaður Akureyrar 2010

Bryndís Rún Hansen var útnefnd sundmaður Akureyrar 2010 á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins sem var haldin í sal Brekkuskóla í kvöld. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Ljóst er að liðið ár var eitt hið besta í sögu félagsins sem er að festa sig í sessi meðal þeirra bestu á landinu.