Fjáröflun

Fjáraflanir eru nauðsynlegur þáttur í rekstri íþróttafélags og hluti af félagsstarfinu. Þær fjáraflanir sem sundfólk Óðins sinnir eru þrennskonar.

a) Fjáraflanir þar sem afraksturinn rennur óskiptur til þeirra sundmanna sem taka þátt, til dæmis sala á wc-pappír, kjöti, fiski og öðrum varningi.

b) Sameiginlegar fjáraflanir þar sem afraksturinn rennur til félagsins og nýtist til reksturs félagsin, til dæmis sólarhringssund.

c) Fjáraflanir tengdar sérstökum verkefnum sem framundan eru, t.d. utanlandsferðum.

Facebook síða Sundfélagið Óðinn - fjáröflun

Fjáröflunarreikningur:

Til að auðvelda yfirsýn um fjáraflanir og inneign hvers sundmanns notum við sérstakan fjáröflunarreikning og netfang sem best er að öll samskipti vegna fjáraflana fari í gegn um. Númer fjáröflunarreiknings er 0565-14-310 og kennitala  560119-2590. Inn á þennan reikning á að leggja allt er varðar fjáraflanir, svo sem vegna sölu á WC-pappír og öðrum vörum sem seldar eru. Samskipti vegna fjáraflana fari í gegnum netfangið fjaroflun@odinn.is. Þangað er best að senda póst til þess t.d. að fá upplýsingar um inneignarstöðu hvers sundmanns og einnig afrit þegar lagt er inn í heimabanka.

REGLUR FJÁRÖFLUNARNEFNDAR PDF

Klósettpappír og eldhúspappír

Sala á WC pappír er góð fjáröflun sem er alltaf í gangi. Við skiptum við Papco og kaupum af þeim klósettpappír og eldhúspappír. Um er að ræða eftirfarandi vörur:

Klósettpappír (val um tvenns konar pappír, annars vegar mýkri og hins vegar drýgri týpuna):

a) WC LÚXUS, 3ja laga. 36 rúllur, 26 metrar á rúllunni. Við fáum ballann á 2700 kr og seljum út á 5000.

b) WC 500 blaða, 30 rúllur, 55 metrar á rúllunni. Við fáum ballann á 3000 kr. og seljum út á 5000.

Eldhúspappír: Hvítar hálfskiptar eldhúsrúllur, 200 blaða. 15 rúllur í pakka, 24 metrar á rúllu. Við fáum pakkann á 2200 kr. og seljum út á 4000 kr.

Þið leggið inn fyrir pappírnum áður en þið sækið hann og sendið kvittun á fjaroflun@odinn.is (mikilvægt!). Munið að setja WC og nafn sundmanns í skýringu.  Áður en þið sækið pappírinn biðjum við ykkur um að greiða alla upphæðina (fullt verð, 5000/4000) og setja nafn barns í skýringu. Fjáröflunarnefnd heldur utan um inneign hvers og eins.

Þið sækið pappírinn í Papco, Fjölnisgötu 6a. Þar þurfið þið að gefa upp íþróttafélag og nafn barns. Opið er í Papco milli kl. 8:00-16:00 alla virka daga. Foreldrar geta með þessu móti sótt pappír þegar þeim hentar.

Þessi fjáröflun er hugsuð fyrir eldri hópa félagsins, þ.e. afrekshóp, krókódíla, framtíðarhóp og úrvalshóp.

 Númer fjáröflunarreiknings er 0565-14-310 og kennitala  560119-2590.