Hlutverk fararstjóra í ferðum á vegum Sundfélagsins Óðins

Áður en lagt er í ferð:

  • Farastjóri/fararstjórar hittast í vikunni fyrir mót með aðila úr stjórn til að fara yfir það helsta sem framundan er á viðkomandi móti
  • Fá nafnalista með nöfnum sundmanna og forráðamanna auk símanúmers.
  • Nöfn þjálfara og fararstjóra auk símanúmera
  • Yfirfara sjúkratöskuna.  Í sjúkratösku er ávallt auka sundhettur og ef sundmenn fá sundhettu á móti þarf að skrá það niður þannig að hægt sé að rukka eftir á. Fatnaður fyrir farastjóra fylgir sjúkratösku
  • Kaupa ávexti til ferðarinnar og mat ef við á – eða stjórn sér um það.
  • Lögð er áherslu á að þegar liðið ferðast er skylda að ferðast í félagstreyju / bolum

Rúta:

Fararstjórar ákveða í samráði við bílstjóra hvar verður stoppað, gott að hafa tvö stopp á leið til Reykjavíkur. Fararstjórar hafa auga með því hvort sundfólk og farangur skili sér ekki í og úr rútu. Fararstjórar fara yfir rútuna þegar hún hefur verið yfirgefin af sundmönnum til að ganga úr skugga um að ekkert gleymist og snyrtilega sé skilið við rútuna. Sundmenn hafa ávallt með sér hollt og gott nesti í ferðir – sælgæti ekki leyfilegt.

Sundlaug:

  • Allar upplýsingar um viðkomandi mót s.s. tímasetningar
  • Á mótsstað; fá mótsskrá og kynna sér fyrirkomulag s.s. niðurröðun liða í stúkur ef við á
  • Sjá til þess að sundmenn séu tilbúnir þegar þeir eiga að synda
  • Minna sundmenn á að fara til þjálfara eftir sínar greinar svo þjálfari geti sagt til um sundið
  • Sjá til þess að sundmenn hagi sér vel, séu kurteisir og gangi vel um sundlaugarsvæði
  • Hafa meðferðis ávexti / ávaxtabox á bakkann
  • Hafa sjúkratöskuna ávallt með á bakkanum
  • Minna sundmenn á að mæti tímanlega í verðlaunaafhendingu og að þeir séu ávallt í félagstreyju / bol.

Gisting og matur:

  • Sjá til þess að sundmenn vakni og komist í ró á kvöldin á tilsettum tíma sem er ákveðinn í samráði við þjálfara.
  • Reyna eftir fremsta megni að kynjaskipta í stofur / herbergi
  • Sjá til þess að sundmenn komi sér til og frá sundlaug á réttum tíma
  • Sjá til þess að sundmenn mæti í mat á réttum tíma
  • Hvetja sundmenn til að borða vel og drekka nóg vatn
  • Sjá til þess að sundmenn gangi vel um gistiaðstöðu, t.d. raði skóm og búi um
  • Ef fararstjórar sjá sjálfir um matseld þá þarf að skipuleggja matseðil, versla inn og elda mat
  • Kalla eftir upplýsingum ef sundmaður þarf að taka inn lyf
  • Koma upplýsingum til mótshaldara ef sundmenn hafa fæðuóþol/ofnæmi

Gæta ávallt öryggis í ferðum til og frá laug og að yngri sundmenn séu aldrei einir á ferð

Fararstjórar sjá til þess að settum reglum sé hlýtt s.s. notkun snjalltækja, sundmenn biðji um leyfi ef þeir þurfa út í búð ( á við eldri sundmenn ), sælgætisbann o.s.frv.

Sundmenn eiga ávallt að fylgja hópnum og ef þeir af einhverjum ástæðum þurfa að fara frá hópnum þurfa farastjórar að vita það með fyrirvara og þarf það að vera með leyfi foreldra.

Fararstjórar geta ekki reiknað með að geta sinnt einkaerindum í ferðalögum. Ef fararstjórar þurfa að bregða sér frá er það ávallt samkomulag við fararstjóra eða þjálfara.

Stjórn leggur mikla áherslu á að sundfólkið sé félaginu til mikils sóma. Skilji vel við rútu, gististað og gangi vel frá svæði félagsins eftir hvern hluta í laug s.s henda rusli og taka óskilamuni sem augljóslega eru á vegum félagsins.

Farastjórar mega ekki reykja/nota rafrettur á meðan á ferð stendur.

Farastjórar bera ábyrgð á hópnum frá því að lagt er af stað og þar til komið er heim aftur.

Þegar heim er komið eftir mót er mikilvægt að fararstjórar láti gjaldkera vita (gjaldkeri@odinn.is ) hverjir voru á viðkomandi móti.

 

Uppfært 11.06.2020