Samherji styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf

Halla varaformaður Óðins tekur við styrknum.
Halla varaformaður Óðins tekur við styrknum.

Óðinn var meðal félaga sem í gær fengu styrk frá Samherja, fjórða árið í röð. Jafnframt fékk Bryndís Rún Hansen sérstakan heiðursstyrk. Samtals var 75 milljónum króna úthlutað til ýmissa samfélagsverkefna á Akureyri og nágrenni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var viðstaddur afhendinguna og flutti ræðu.

Óðinn fékk úthlutað 2 milljónum króna sem nýta á til að lækka æfingagjöld barna og unglinga í íþróttum, og/eða kostnað við keppnisferðir þeirra í vetur. Óþarfi er að fölyrða um hvílíkur styrkur þetta er fyrir starf Óðins. Félagið er í raun rekið sem eins konar foreldrafélag, þ.e. félag þeirra foreldra sem eiga börn í félaginu á hverjum tíma og er markmiðið að reka félagið sem næst núllinu og alls ekki safna skuldum. Þegar tekjuöflun meðal fyrirtækja verður erfiðari, líkt og gerst hefur í klölfar efnahagsástandsins, finna foreldrar óhjákvæmilega fyrir því og að sama skapi njóta þeir þess með beinum hætti þegar svo myndarlegur styrkur kemur.

Stjórn Óðins mun ákvarða með hvaða hætti nákvæmlega þessir fjármunir verða nýttir en sérstök nefnd mun vinna með íþróttafélögunum sem hlutu styrkina til að tryggja að þeir séu notaðir eins og kveðið er á um.

Stjórn Óðins færir stjórnendum og starfsfólki Samherja kærar þakkir fyrir þetta mikilvæga framlag.


Myndarlegur hópur.


Bryndís Rún með forsetahjónunum, hr. Ólafi Ragnari og Dorrit.

samherjastyrkur
Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari og Halla B. Halldórsdóttir varaformaður með Kristjáni Vilhelmssyni útgerðarstjóra Samherja.

Myndir: Pedrómyndir/Þórhallur.