Sundhópar

Sundhópar hjá félaginu eru margir og til viðmiðunar er þessi tafla sem sýnir skiptinguna mv. aldur. Röðun iðkenda í sundhópa er þó undir stjórn þjálfara þar sem mat er lagt á hæfni og getu, og eru hópaskiptingar sundmanna alfarið ákvörðun þjálfara

Skjaldbökur
Þetta er fyrsti hópurinn okkar. Vatnsaðlögun og unnið að því að börnunum líði vel í vatninu og læri að bjarga sér. Straumlína, spyrna frá bakka og renna, spyrna frá bakka með kork, flot, fara í kaf og blása frá sér, öndun (blása í vatnið) og hoppa út í laug, Skriðsundsfótatök á maga og baki og æfa hreyfingu skriðsundshandataksins omfl.
Leikir og hafa gaman.
Æfa í innilaug.

Sæhestar
Straumlínulögun, spyrna frá bakka og renna, hopp af bakka (stunga), fara í kaf og sækja hlut, flot á maga og baki. Skriðsunds- og baksundsfótatök, skriðsundshandatakið, baksundshandatakið, öndun í skriðsundi og lega í vatninu.
Leikir og hafa gaman.
Æfa í innilaug.

Gullfiskar
Skriðsund, baksund og flugsundsfótatök.
Öndun í skriðsundi, flot, köfun, hopp og stunga, straumlínulögun, rennsli frá bakka ofl.
Tækniæfingar og leikir :)
Æfa í innilaug.

Höfrungar (Glerárlaug og Akureyrarlaug) (ca. 8-10 ára)
Framhald af Gullfiskum.
Tækni á öllum sundaðferðum og aukið sundþol. Stunga snúningar og fjórsund.
Í þessum hóp öðlast börnin sína fyrstu keppnisreynslu utan félagsins.
Leikirnir gleymast ekki.

Krossfiskar
Sérstök börn
Yngri hópur barna með skilgreinda fötlun.


Krókódílar
Viðmiðsaldur: 12 ára og eldri.
Aðlögun: 1-2 á ári. Mat þjálfara.
Áhersla:
Hópur ungmenna með skilgreinda fötlun.
Grunnfærni og grunn sundtækni.
Kynnist gleði í keppni og keppnisferðalögum.
Unnið að sjálfsaga og skuldbindingu við æfingarhópinn, sundfélagið og samfélagið.
Unnið með eflingu vaxtarhugarfars og trúar á eigin getu.
Æfingar: 3 sundæfingar á viku
Sundmót: Skoða hversu mörg á ári.


Lundar
Viðmiðsaldur: 9-11 ára.
Aðlögun: 1-2 á ári. Mat þjálfara.
Áhersla:
Grunnfærni, grunn sundtækni, snúningar, stungur og sporður í kafi.
Mikil áhersla á rétt fótatök í öllum sundaðferðum.
Áhersla lögð á öll fjögur sund og markmið að synda þau löglega.
Markmið að keppa í öllum sundaðferðum og prófa mismunandi vegalengdir.
Kynnist gleði í keppni og keppnisferðalögum.
Unnið að sjálfsaga og skuldbindingu við æfingarhópinn, sundfélagið og samfélagið.
Unnið með eflingu vaxtarhugarfars og trúar á eigin getu.
Stuð og gaman.
Æfingar: 4 sundæfingar á viku.
Sundmót: Skoðað hversu mörg á ári.


Sprettfiskar+Sverðfiskar
Viðmiðsaldur: 11 - 13 ára
Aðlögun: 1 - 2 á ári. Mat Þjálfara
Áhersla:
Almenn þróun og efling sundfærni.
Tækni fínpússuð - bætt sundfærni, sundtækni - snúningar, sporðar og stungur.
Áhersla lögð á öll fjögur sund og á loftháðan þolgrunn og fótavinnu.
Keppa í öllum sundaðferðum og prófa mismunandi vegalengdir.
Unnið að sjálfssaga og skuldbindingu við æfingarhópinn, sundfélagið og samfélagið.
Áhersla lögð á styrktarþjálfun og hún kynnt.
Unnið með eflingu vaxtarhugarfars og trúar á eigin getu.
Stuð og gaman.
Æfingar: 5 sundæfingar á viku og 3 landæfingar á viku.
Sundmót: Skoðað hversu oft á ári.


Steinbítar
Viðmiðsaldur:13-16+ ára
Aðlögun:Tvisvar sinnum á ári, að hausti og vori úr Sprettfiskum í Steinbíta.
Áhersla:
Almenn þróun og efling sundfærni
Tækni fínpússuð - unnið með stungur og sporð
Áhersa á loftháðan þolgrunn og fótavinnu
Keppa í öllum sundaðferðum og greinum.
Lotuþjálfun á háu álagi (HIIT) kynnt.
Unnið að sjálfsaga og skuldbindingu við æfingarhópinn, sundfélagið og samfélagið.
Mikil áhersla á styrktarþjálfun.
Unnið með eflingu vaxtarhugarfars og trúar á eigin getu.
Stuð og gaman.
Æfingar:6-8 sundæfingar á viku. 3 landæfingar.
Sundmót: Skoða hversu mörg á ári


Háfar
Viðmiðsaldur: 16 ára
Aðlögun:Tvisvar sinnum á ári, að hausti og vori úr Steinbítum yfir í Háfa eru
Áhersla:
Stuðla að fjölbreytni í keppni, leitast við að keppa í öllum sundaðferðum og vegalengdum.
Byrja að vinna að sérhæfingu
Útfærsla keppnisgreina
Þjálfun sem snýr að bestu sundgrein
Unnið að sjálfsaga og skuldbindingu við æfingarhópinn, sundfélagið og samfélagið.
Efla heilbrigðan lífstíl og góða næringu
Unnið með að auka styrk.
Mikilvægt að sundmenn séu tilbúnir mætingarlega, líkamlega, andlega og félagslega.
Stuð og gaman.
Æfingar: 9 sundæfingar á viku. 3-4 landæfingar.
Sundmót: Skoða hversu mörg á ári


 
Færsla sundmanna á milli hópa
Hópaskiptingar sundmanna eru eins og áður alfarið ákvörðun þjálfara. Sundmenn færast ekki kerfisbundið upp um hóp, heldur meta þjálfarar hvaða hópi sundmaðurinn tilheyrir, með þarfir og hagsmuni sundmannsins í huga. Til að mynda geta sundmenn færst úr framtíðarhópi í úrvalshóp og öfugt, frá úrvalshópi í afrekshóp svo dæmi séu tekin.

 

Uppfært 21.08.24