Sundhópar

Sundhópar hjá félaginu eru margir og til viðmiðunar er þessi tafla sem sýnir skiptinguna mv. aldur. Röðun iðkenda í sundhópa er þó undir stjórn þjálfara þar sem mat er lagt á hæfni og getu, og eru hópaskiptingar sundmanna alfarið ákvörðun þjálfara.

Sundópur Aldur til viðmiðunar Þjálfari Netfang Símanúmer
Skjaldbökur 4 - 6 ára Dýrleif Skjóldal dillaskjoldal@gmail.com 462 - 6737 / 699 - 0637
Sæhestar 4 - 6 ára Dýrleif Skjóldal dillaskjoldal@gmail.com 462 - 6737 / 699 - 0637
Gullfiskar 6 - 7 ára Dýrleif Skjóldal dillaskjoldal@gmail.com 462 - 6737 / 699 - 0637
Höfrungar Glerárlaug 7 - 9 ára Dýrleif Skjóldal dillaskjoldal@gmail.com 462 - 6737 / 699 - 0637
Höfrungar Akureyrarlaug 7 - 9 ára      
Krossfiskar  -       
Krókódílar  -       
Framtíðarhópur 9 - 10 ára Hildur Sólveig Elvarsdóttir hildurzumba@gmail.com 849 - 4727
Úrvals- og afrekshópur 11 ára og eldri Ingi Þór Ágústsson/
Pétur Örn Birgisson
yfirthjalfari@odinn.is / pbo1184@gmail.com 840 - 4300
868 - 9314
Garpar 20 ára og eldri    

 

Skjaldbökur
Þetta er fyrsti hópurinn okkar. Vatnsaðlögun - unnið að því að börnunum líði vel í vatninu og læri að bjarga sér.
Straumlína - spyrna frá bakka og renna - spyrna frá bakka með kork - flot - fara í kaf og blása frá sér -öndun (blása í vatnið) - hoppa út í laug - skriðsundsfótatök á maga og baki - æfa hreyfingu skriðsundshandataksins omfl.
Leikir, leikir, leikir :) :) 

Sæhestar
Straumlínulögun -spyrna frá bakka og renna- hopp af bakka (stunga) - fara í kaf og sækja hlut - flot á maga og baki - skriðsunds- og baksundsfótatök - skriðsundshandatakið - baksundshandatakið - öndun í skriðsundi- lega í vatninu.
Leikir, leikir, leikir :) :)

Gullfiskar
Skriðsund, baksund, flugsundsfótatök.
Öndun í skriðsundi, flot, köfun, hopp og stunga, straumlínulögun, rennsli frá bakka ofl.
Tækniæfingar og leikir :) :)

Höfrungar (Glerárlaug og Akureyrarlaug)
Framhald af Gullfiskum.
Tækni á öllum sundaðferðum og aukið sundþol. Stunga - snúningar - fjórsund.
Í þessum hóp öðlast börnin sína fyrstu keppnisreynslu utan félagsins.
Leikirnir gleymast ekki.

Krossfiskar
Sérstök börn
Yngri hópur barna með skilgreinda fötlun.

Krókódílar
Eldri hópur barna með skilgreinda fötlun.
Þessi hópur æfir í Akureyrarlaug fjórum sinnum í viku.

Framtíðarhópur
Hér er haldið áfram að fínpússa tækni, byrjað á þolæfingum og aðrar æfingar kynntar.
Þessi hópur tekur þátt í fjölmörgum mótum og stefna þessir krakkar helst á að ná lágmörkum fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem haldið er á hverju sumri.

Úrvals- og Afrekshópur
Unglinga-og Afreksþjálfun.
Þetta eru úrvalshóparnir okkar og aðal keppnishóparnir. Í þessum hópum eru alltaf næg verkefni, fjölmörg sundmót, æfingabúðir og annað skemmtilegt. Aðalmótin eru Meistaramót Sundsambands Íslands og Bikarkeppnin. Í Afrekshópi eru meðal annarra nokkrir krakkar sem eru í landsliðshópum.
Við stefnum alltaf á að eignast fleiri fulltrúa í landsliðum.

Hákarlar/Garpar
Sundfólk 20 ára og eldri. Þessi hópur er opinn fyrir alla, byrjendur og lengra komna sem áhuga hafa á að stunda góða hreyfingu í skemmtilegum félagsskap. Fyrir fólk sem vill synda sér til líkamsræktar, gamlir sundmenn eða sundmenn sem vilja ekki keppa en hafa gaman af að synda. 

Færsla sundmanna á milli hópa
Hópaskiptingar sundmanna eru eins og áður alfarið ákvörðun þjálfara. Sundmenn færast ekki kerfisbundið upp um hóp, heldur meta þjálfarar hvaða hópi sundmaðurinn tilheyrir, með þarfir og hagsmuni sundmannsins í huga. Til að mynda geta sundmenn færst úr Framtíðarhópi í Úrvalshóp og öfugt, frá Úrvalshópi í Afrekshóp svo dæmi séu tekin.