17.09.2011
Úrslit sprengimóts eru á sprengimótssíðunni sem hægt er að nálgast hér til hliðar.
17.09.2011
Verðlaunaafhending hefst rétt fyrir kl 19 og í kjölfarið verður bingó. Fjöldi glæsilegara vinninga í boði. Foreldrar og forráðamenn eru kvattir til að mæta með börnum sínum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Óðins.
15.09.2011
Mótið byrjar 10 bæði laugardag og sunnudag. Fyrir æfinguna verður æfing/upphitun fyrir Afrekshóp og ÍA frá 8 - 10. Allir aðrir eiga að mæta kl. 9:00.
Það er komið nýtt skráningarblað sem hægt er að nálgast á Sprengimótstenglinum hér til hliðar.
14.09.2011
Stuttur foreldrafundur verður fyrir foreldra byrjenda hjá félaginu í Brekkuskóla á miðvikudagskvöld 14. september kl. 20.00 Með þessum fundi er foreldrum gefinn kostur á að komast inn í hvernig starfsemi félagsins gengur fyrir sig og spyrja allra spurninganna sem brenna á þeim. Verið svo góð að fjölmenna:) Dilla
07.09.2011
Nú eru komnar inn á myndasíðuna myndir frá foreldrafundi, fyrirlestri og síðsumarhátíð Óðins.
01.09.2011
Í dag hefjast sundæfingar hjá yngri hópum. Æfingatafla er komin inn á vefinn og skjal sem sýnir hópaskiptingu í Glerárlaug.
01.09.2011
Þá er komin ný sending af Óðins-sundhettum. Styrktaraðili er Dexta-orkulausnir. Hetturnar verða m.a. til sölu á foreldrafundinum á mánudaginn en verðið er óbreytt 1.500 kr.
05.09.2011
Fræðslufyrirlestur og foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 5. september klukkan 19:30 í Brekkuskóla. Fyrst mun Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur flytja fyrirlestur um næringu íþróttafólks. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir sundmenn afrekshóps og foreldra úr öllum hópum. Í beinu framhaldi verður foreldrafundur þar sem þjálfarar fara yfir verkefni vetrarins og fólki gefst kostur á að ræða málin. Foreldrafundurinn er fyrir alla foreldra, frá sundskóla og uppúr.
07.09.2011
Veðrið lék ekki alveg við okkur í vor og því var ákveðið að fresta árlegri vorhátíð til haustsins og breyta í síðsumarhátið. Hún verður haldin í Kharnaskógi miðvikudaginn 7. september kl. 17:30. Grillaðar pylsur og gaman, gaman. Þetta er að sjálfsögðu fyrir alla í Óðni, frá sundskóla og uppúr.
23.08.2011
Nú styttist í að sundæfingar hefjist hjá öllum hópum. Æfingar þeirra hópa sem ekki eru þegar byrjaðir hefjast 1. september, nema krókódílar sem byrja 2. september. Ný æfingatafla er nú komin inn á vefinn og skjal sem sýnir hópaskiptingu í Glerárlaug.