19.11.2011
Í dag var fyrri keppnisdagur á ÍM25 fatlaðra en mótið er haldið í Laugardalslauginni. Keppendur Óðins létu ekki sitt eftir liggja og tveir Íslandsmeistaratitlar hjá Vilhelm Hafþórssyni bera hæst af annars frábærum árangri okkar fólks.
13.11.2011
Þá er keppni á ÍM25 lokið þetta árið og þegar þetta er skrifað stendur yfir lokahóf SSÍ þar sem er mikið um dýrðir að venju. Akureyrarmetin féllu áfram í dag og þá varð Bryndís Rún Hansen Íslandsmeistari í 100 m flugsundi, hársbreidd frá Íslandsmeti.
12.11.2011
Þá er úrslitum dagsins á ÍM25 lokið. Bryndís Rún Hansen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi er hún synti á 27,04 en gamla metið var 27,24. Bryndís býr og æfir sem kunnugt er í Noregi og er greinilega í fínu formi.
12.11.2011
Óðinsliðið er aldeilis í fínu stuði á ÍM25. Við nánari samanburð á Akureyrarmetaskrá hefur komið í ljós að Birkir Leó Brynjarsson er búinn að slá tvö met og eitt gamalt boðsundsmet er fallið.
11.11.2011
Þá er 2. degi á ÍM25 lokið á krakkarnir halda áfram að gera góða hluti. Akureyrarmet féllu og margir voru að komast í úrslit. „Ég er rosalega ánægð með krakkana. Þau eru nær öll að bæta persónulegan árangur sinn og sýna miklar framfarir,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari.
11.11.2011
Keppni á ÍM25 fer vel af stað. Í dag var keppt í 1.500 og 800 m skriðsundi, undanrásum í 100 m fjórsundi og 4x200 m skriðsundi. Sundmenn Óðins byrja mótið af krafti og nær allir voru að bæta persónulegan árangur sinn.
10.11.2011
Keppni á ÍM25 hefst kl. 18:30 á fimmtudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins jafn óðum og hver grein klárast.
10.11.2011
Morgunæfing fellur niður hjá öllum hópum, þ.e. Afreks- Úrvals og Hákarlahóp.
Góða helgi.
Kveðja þjálfarar
01.11.2011
Fulltrúar Óðins hjá Bergensvømmerne í Noregi, þau Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, voru heldur betur í stuði á sterku sundmóti í Väsby í Svíþjóð um helgina. Sindri, sem nú er norskur ríkisborgari, bætti Noregsmetið í 100 og 200 m flugsundi og bæði náðu lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í 25 m laug í Póllandi.
28.10.2011
Næsta fjáröflun er heilsufiskibollur frá Ektafiski, þær eru úr ferskum þorski þar sem hlutfall fisks er 72%. Þær eru trefja- og próteinbættar en án msg, transfitu, eggja, mjólkur og hveitis. Þær eru steiktar upp úr jurtaolíu. Þær henta því vel þeim sem eru með ofnæmi/óþol. Svo eru þær líka góðar.