Fréttir

Sundæfingar hefjast hjá yngri hópum

Í dag hefjast sundæfingar hjá yngri hópum. Æfingatafla er komin inn á vefinn og skjal sem sýnir hópaskiptingu í Glerárlaug.

Nýjar sundhettur

Þá er komin ný sending af Óðins-sundhettum. Styrktaraðili er Dexta-orkulausnir. Hetturnar verða m.a. til sölu á foreldrafundinum á mánudaginn en verðið er óbreytt 1.500 kr.

Fræðslufyrirlestur og foreldrafundur 5. september

Fræðslufyrirlestur og foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 5. september klukkan 19:30 í Brekkuskóla. Fyrst mun Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur flytja fyrirlestur um næringu íþróttafólks. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir sundmenn afrekshóps og foreldra úr öllum hópum. Í beinu framhaldi verður foreldrafundur þar sem þjálfarar fara yfir verkefni vetrarins og fólki gefst kostur á að ræða málin. Foreldrafundurinn er fyrir alla foreldra, frá sundskóla og uppúr.

Síðsumarhátíð Óðins 7. september

Veðrið lék ekki alveg við okkur í vor og því var ákveðið að fresta árlegri vorhátíð til haustsins og breyta í síðsumarhátið. Hún verður haldin í Kharnaskógi miðvikudaginn 7. september kl. 17:30. Grillaðar pylsur og gaman, gaman. Þetta er að sjálfsögðu fyrir alla í Óðni, frá sundskóla og uppúr.

Hópaskipting í Glerárlaug og ný æfingatafla

Nú styttist í að sundæfingar hefjist hjá öllum hópum. Æfingar þeirra hópa sem ekki eru þegar byrjaðir hefjast 1. september, nema krókódílar sem byrja 2. september. Ný æfingatafla er nú komin inn á vefinn og skjal sem sýnir hópaskiptingu í Glerárlaug.

Sprengimót Óðins 17.-18. sept

Árlegt Sprengimót Sundfélagsins Óðins, haldið í Sundlaug Akureyrar.

Sundárið fer vel af stað með nýjum þjálfara

Æfingar elstu hópa hjá Sundfélaginu Óðni eru nú hafnar undir stjórn nýs yfirþjálfara, Ragnheiðar Runólfsdóttur. Ragnheiður var ráðin til starfa hjá félaginu í vor og ljóst að mikill fengur er að komu hennar fyrir sundstarfið á Akureyri.

Strákur hjá Pétri :)

Gaman er að greina frá því að á dögunum eignaðist Pétur Örn Birgisson, þjálfari hjá Óðni, frumburð sinn. Honum og Katrínu Árnadóttur fæddist þá hraustur og sprækur strákur.

Æfingar hefjast hjá afreks og úrvalshópum.

Æfingar hjá úrvals og afrekshópi hefjast á morgun þriðjudaginn 09 ágúst.

WC pappír

Næsta afgreiðsla á WC pappír er á miðvikudag í næstu viku, 10. ágúst, milli 17:00 og 17:30. Mjög áríðandi er að senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið fjaroflun@odinn.is fyrir hádegi á miðvikudag. Fjáröflunarnefndin