Gjaldskrá haustönn 2025

Mikilvægar upplýsingar!

  • Greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum Sportabler. Ef þið lendið í vandræðum með kerfið bendum við á þjónustuver hjá Sportabler.
  • Ef æfingagjöld eru ekki greidd einum mánuði eftir að þau eru send út verða greiðsluseðlar sendir út á forráðamenn.  Þegar það er frágengið er ekki hægt að nýta frístundastyrk.
  • Kjósi iðkandi að hætta æfingum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á odinn@odinn.is með upplýsingum um fullt nafn iðkanda.
  • Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt er með frístundastyrk Akureyrarbæjar.
  • Vinsamlegast hafið samband við innheimtufulltrúa á netfangið gjaldkeri@odinn.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og við finnum lausn svo iðkandi getir haldið æfingum áfram. 
  • Innifalið í æfingagjöldum eru þjónustugjöld Sundsambands Íslands. 
  • Æfingagjöldin standa undir rekstri félagsins og eru laun allra þjálfara þar stærsti liðurinn. Allir þjálfarar félagsins eru launþegar.
  • Fast gjald er tekið fyrir hvern hóp óháð því hversu margar æfingar á viku iðkandinn kemur til með að nýta.

10% systkinaafsláttur

Ef systkini æfa sund þá reiknast 10% afsláttur á hvert barn. Afslátturinn virkar þannig í Sportabler að hann birtist ekki fyrr en gengið er frá greiðslu hjá barni númer tvö. Þannig að þegar greitt er fyrir fyrsta barn reiknast fullt gjald en um leið og greitt er fyrir næsta barn þá dregst frá upphæð sem nemur 10% afslátti af barni 1 og barni 2. Ef um er að ræða fleiri systkini en 2 þá gildir það sama, við þriðja barn reiknast 10% afsláttur hjá því barni. 

Gjaldskrá haust 2025

Akureyrarlaug

Afrekshópur - 81.000 kr
Úrvalshópur - 69.000 kr
Framtíðarhópur - 50.000 kr
Krókódílar - 45.000 kr

Glerárlaug

Höfrungar - 39.500 kr
Krossfiskar - 34.000 kr
Gullfiskar - 35.000 kr
Sundskóli 2x í viku - 34.000 kr
Sundskóli 1x í viku - 21.000 kr