Fréttir

Við syntum 105,5 km!

Sólarhringssundið gekk með miklum ágætum. Samtals voru syntir 105,5 km þannig að 100 km markmiðið náðist.

Oddur Viðar í skólahreysti

Úrslit í hinni geysivinsælu grunnskólakeppni Skólahreysti er í beinni útsendingu RÚV í kvöld. Brekkuskóli á Akureyri er meðal keppenda og þar á Óðinn sinn fulltrúa, Odd Viðar Malmquist. Útsending hefst kl. 20:10.

Óðinn auglýsir eftir yfirþjálfara

Sundfélagið Óðinn auglýsir eftir metnaðarfullum einstakling í starf yfirþjálfara. Umsækjandi þarf að geta hafið störf fyrir komandi sundtímabil sem hefst í ágúst 2011.

Sólarhringssund 29-30 apríl

Hið árlega sólarhringssund Óðins verður haldið nærstkomandi föstudag

Nóa-Síríus mótið á morgun

Þá er komið að hinu árlega Nóa-Síríus móti Óðins.

ÍM50 – Bryndís Rún þrefaldur Íslandsmeistari

Óðinn átti 16 keppenur á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug sem haldið var um helgina. Ágæt afrek unnust á mótinu. Veðrið setti nokkurn strik í reikninginn við heimkomuna en allir skiluðu sér þó á endnum.

Fréttir af IM50

Oddur Viðar Malmquist með 2 Akureyrarmet ( þar af eitt tvöfalt) Erla með brons í 50 bak.

Fjáraflanir - Breytt fyrirkomulag og nýtt reikningsnúmer

Til að auðvelda yfirsýn um fjáraflanir og inneign hvers sundmanns hefur verið tekinn í notkun sérstakur fjáröflunarreikningur og netfang sem best er að öll samskipti vegna fjáraflana fari í gegn um.