Garpar er hópur fyrir 20 ára og eldri sem vilja synda undir handleiðslu þjálfara og eftir góðu æfingarprógrammi, gott fyrir þá sem eru að vilja synda á fullorðinsárunum, oft eru fyrrum sundmenn einnig að synda í Görpum sem vilja halda sér í þjálfun. Þessi hópur er sambærilegur öldungum í öðrum íþróttum.
Allir eru velkomnir á æfingar, þó er æskilegt að hafa ágætis sundfærni. Skipt er niður á brautir eftir getu, þannig að þeir sem eru byrjendur lenda ekki með þeim sem eru lengra komnir.
Áherslan er að synda saman í góðum félagsskap og hafa gott og gaman af.
Ef þú villt byrja að æfa með Görpum en hefur ekki grunn sundfærni þá munum við vera með skriðsundnámskeið sem er 4. vikna námskeið 2x í viku sem kennir grunnfærni. Að lokinu sundnámskeiði er öllum velkomið að koma í Garpana og halda áfram að njóta þess að synda.
Við bjóðum uppá nokkrar mismunandi áskriftir:
annars vegar áskrift að morgun æfingum sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 6:00 - 7:00
og hins vegar áskriftir þar sem þú getur valið um 3 æfingar á viku af 5 mögulegum, morgunæfingar á þrið og fim eða æfingar á mán, þrið og fim frá kl. 18:00 - 19:00.
Annaráskrift líkur 31 maí