09.06.2011
Hulunni hefur nú verið svipt af merki AMÍ – Aldursflokkameistaramóts Íslands - sem við í Óðni höldum nú síðar í mánuðinum. AMÍ merki Óðins hafa alltaf vakið verðskuldaða athygli og því fróðlegt að sjá árangurinn nú.
08.06.2011
Það ætlar ekki af okkur að ganga með vorhátíðina. Spáin á morgun er afleit, og þar sem það styttist óðum í AMI hefur verið ákveðið að í ár verði vorhátíðinni breytt í síðsumarshátíð. Þð er að segja við reiknum með að halda grill í ágúst. Þá gefst fólki tækifæri til að hitta nýjan yfirþjálfara félagsins og eiga skemmtilega stund saman.
05.06.2011
Á laugardaginn fór bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra fram í Reykjanesbæ. Fjögur félög sendu lið til keppni, Fjörður, Ösp, ÍFR og Óðinn. Frá Óðni fóru 11 keppendur auk þjálfara og fararstjóra. Leikar fóru svo að Óðinn varð í 4. sæti með 7.898 stig en Fjörður sigraði fjórða árið í röð með 11.717 stig.
03.06.2011
Bryndís Rún Hansen var í sveit Íslands í 4x100 metra skriðsundi kvenna sem bætti Íslandsmetið og vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í dag. Sveitin synti á 3:51,03 mínútum og bætti metið um rétt rúma sekúndu. Sveitina nú skipuðu þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Bryndís Rún Hansen og Eygló Ósk Gústafsdóttir.
01.06.2011
Bryndís Rún hóf keppni á Smáþjóðaleikunum í dag með keppni í 100 m flugsundi. Hún komst auðveldlega í úrslit og varð svo 3. í úrslitasundinu. Hún var svo einnig í sveit Íslands sem vann gull í 4x200 skrið.
30.05.2011
Samþykkt var ráðning nýs yfirþjálfara hjá Óðni
30.05.2011
Sextán íslenskir sundmenn eru nú staddir í Liechtenstein vegna þátttöku á Smáþjóðaleikunum. Þar á meðal er Bryndís Rún Hansen.
24.05.2011
Ákveðið hefur verið að fresta Vorhátíð Óðins, sem halda átti næstkomandi fimmtudag, 26. maí. Ástæðan er ótryggt veðurútlit. Væntanlega verður hátíðin haldin í næstu viku en ný dagsetning kemur innan tíðar. Fylgist því með hér á vefnum.
16.05.2011
Nú er álfasalan hafinn. Álfurinn kostar 1500kr.
Allar upplýsingar um álfasölun í síma 8226426