ÍM25 fer vel af stað

Keppni á ÍM25 fer vel af stað. Í dag var keppt í 1.500 og 800 m skriðsundi, undanrásum í 100 m fjórsundi og 4x200 m skriðsundi. Sundmenn Óðins byrja mótið af krafti og nær allir voru að bæta persónulegan árangur sinn.

Í fyrramálið heldur svo keppnin áfram en undanrásir eru fyrir hádegi og úrslit seinnipartinn. Þrjú Íslandsmet féllu á mótinu í dag og nokkur aldursflokkamet.

Bein úrslit frá ÍM25