Íslandsmet hjá Bryndísi Rún

Bryndís Rún á verðlaunapallinum í dag.
Bryndís Rún á verðlaunapallinum í dag.

Þá er úrslitum dagsins á ÍM25 lokið. Bryndís Rún Hansen gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi er hún synti á 27,04 en gamla metið var 27,24. Bryndís býr og æfir sem kunnugt er í Noregi og er greinilega í fínu formi.

Fimm sundgreinar voru á dagskránni í dag, auk boðsunds, og átti Óðinn fjóra sundmenn í úrslitum. Nanna Björk Barkardóttir synti til úrslita í 400 fjórsundi og 100 m bringusundi, Oddur Viðar Malmquist í 400 m fjórsundi, Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir í 100 m baksundi og Halldóra Sigríður Halldórsdóttir í 50 m flugsundi. Þá synti kvennasveitin til úrslita í 4x50 m fjórsundi og sveitina skipuðu þær Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Bryndís Bolladóttir.

Á morgun er síðasti keppnisdagur á ÍM25 og helginni lýkur svo að venju með veglegu lokahófi SSÍ.

Úrslit frá ÍM25