Akureyrarmetin féllu í dag

Bryndís Bolladóttir og Nanna Björk.
Bryndís Bolladóttir og Nanna Björk.

Þá er 2. degi á ÍM25 lokið á krakkarnir halda áfram að gera góða hluti. Akureyrarmet féllu og margir voru að komast í úrslit. „Ég er rosalega ánægð með krakkana. Þau eru nær öll að bæta persónulegan árangur sinn og sýna miklar framfarir,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari.

Nanna Björk Barkardóttir bætti Akureyrarmet 13-14 ára í 200 m bringusundi er hún synti á 2:44,14. Þá bætti Bryndís Bolladóttir Akureyrarmet meyja í 50 m skriðsundi er hún synti fyrsta sprett í boðsundi á 29,24. Fleira Óðinsfólk var að gera flotta hluti. Bryndís Rún Hansen, sem keppir undir merkjum Bergensvömmerna á mótinu, var hársbreidd frá sigri í 100 m skriðsundi á tímanum 56,82 en Akureyrarmet hennar er 56,08. Þá varð Bryndís 3. í 50 m baksundi á 29,31. Birgir Viktor Hannesson, sem æfir með Óðni en keppir undir merkjum ÍA, varð 3. Í 100 m fjórsundi.

Óðinn á fleira fólk í úrslitum en það eitt og sér að komast í úrslit á Íslandsmóti er mikið afrek. Nanna Björk synti til úrslita í 100 m fjórsundi og 200 m bringusundi, Oddur Viðar Malmquist 200 m flugsundi, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir í 200 bringausundi og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir í 50 baksundi.

Þá syntu bæði karla og kvennasveitir Óðins til úrslita í 4x50 m skriðsundi. Kvennasveitina skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Karen Konráðsdóttir,  Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir. Karlasveitina skipuðu Birkir Leó Brynjarsson, Oddur Viðar Malmquist, Freysteinn Viðar Viðarsson og Einar Helgi Guðlaugsson.

Bein úrslit frá ÍM25