01.09.2014
Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:30, svo eru æfingar bæði fyrir Garpa og Hákarla á föstudögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 11:00.
01.06.2014
Mjög góður árangur náðist á Akranesleikunum nú um helgina. Úrslit mótsins má nálgast á tenglinum hér fyrir neðan.
12.06.2014
AMÍ 2014 verður haldið í Reykjanesbæ 13. -15. júní
28.05.2014
Jæja nú er komið að því. Vorhátíðin í Kjarnaskógi við Sólúrið.
13.05.2014
Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra laug með 5 brautum. Brottför verður á föstudag kl. 9 frá planinu sunnan Íþróttahallarinnar.
04.05.2014
Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalan byrjar formlega þriðjudaginn 6. maí og lýkur sölu laugardaginn 10. maí.
03.05.2014
Sólarhringssundi Óðins 2014 er lokið en að þessu sinni synti okkar fólk 110,55 km! Frábær sólarhringur og veðrið tekur þátt í gleðinni. Glæsileg frammistaða og bæting frá síðasta ári um tvo kílómetra. Þökkum öllum þátttakendum og því frábæra fólki sem kom að framkvæmdinni. Allra mest viljum við þó þakka öllum eim fjölmörgu sem styrktu okkur.
02.05.2014
Sólarhringssund Óðins er farið af stað þetta árið. Bríet Björk Pálsdóttir tók fyrsta sprettinn en Framtíðarhópur hóf sundið að þessu sinni.
29.04.2014
Sólarhringssund er aðal fjáröflun félagsins ár hvert þar sem sundfólk í eldri hópum félagsins skiptist á um að synda boðsund í heilan sólarhring. Áður en að því kemur hafa krakkarnir safnað áheitum, bæði með því að ganga í hús og hjá fyrirtækjum. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð ásamt því að greiða kostnað við rekstur félagsins svo sem heimasíðu Óðins og fleira.