Axel Birkir til Belgíu

Axel Birkir Þórðarson, sundmaður Óðins, tekur þátt í Evrópuleikum Special Olympics sem fram fara í Belgíu dagana 13.-21. september nk. Axel mun njóta liðstyrks Dýrleifar Skjóldal (Dillu) í ferðinni.

Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir keppanda í  badminton, Ómar Karvel Guðmundsson frá Suðureyri.  Aðildarfélög ÍF sem eiga keppendur á leikunum eru  ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Fjörður Hafnarfirði, Suðri Selfossi, Eik Akureyri, Óðinn Akureyri, Völsungur Húsavík, Ívar Vestfjörðum.

58 þjóðir senda 2000 keppendur á leikana en keppt er í 10 greinum. Gert er ráð fyrir þúsund aðstandendum en aðstandendur koma m.a. frá Íslandi. 4000 sjálfboðaliðar aðstoða við leikana og gert er ráð fyrir að áhorfendur verði um 40.0000.

Íslenski hópurinn býr í vinabæ 9. – 13. september en vinabær Íslands er Kortrijk.

Axel Birkir Þórðason