Axel Birkir að gera vel á Special Olympics í Belgíu

Axel Birkir er um þessar mundir í Belgíu að keppa í sundi. Hann hefur staðið sig með miklum prýðum. Hann keppti í 100 skrið á miðvikudaginn og synti á 1.13.12 og varð fjórði í sínum flokki.

Í dag synti hann 200 m skriðsund og vann sinn flokk. Hann bætti sig helling synti á 2.45.19 en fyrir átti  hann tíma sem var rúmar 3 mín.

Við óskum Axel til hamingju með þennan flotta árangur.