Íslandsmeistaratitlunum fjölgaði í dag

Lilja Rún á Ím25 í dag til hægri með Anitu Ósk.
Lilja Rún á Ím25 í dag til hægri með Anitu Ósk.

Þá er ÍM25 fatlaðra lokið og tveir Íslandsmeistaratitlar bættust við í dag. Ljóst er að krakkarnir eru í mikilli framför og dæmi um bætingar svo nemur tugum sekúndna.

Í dag bætti Vilhelm Hafþórsson einum Íslandsmeistaratitli í safnið og sama gerði Lilja Rún Halldórsdóttir í unglingaflokki. En þar með er ekki öll  sagan sögð því verðlaunin í heildina voru heilmikil súpa.

Breki Arnarsson:
100 skrið - 3 sæti

Kristján Logi Einarsson:
100 skrið - 3 sæti(unglingaflokkur S14)
50 bringa - 2 sæti(unglingaflokkur s14)

Vilhelm Hafþórsson:
100 skrið - 2 sæti
50 flug - 1 sæti Íslandsmeistari!
200 skrið - 2 sæti

Lilja Rún Halldórsdóttir:
50 bringa - 1 sæti(unglingaflokkur s14) Íslandsmeistari!

Karlasveit Óðins í 200 fjór boðsundi - 2sæti

Sveitina skipuðu:

Axel Birkir Þórðarson
Kristján Logi Einarsson
Vilhelm Hafþórsson
Breki Arnarsson