Íslandsmet hjá Bryndísi Rún í 100 flug

Bryndís Rún Hansen setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 m flugsundi en þá hófst keppni á Norska unglingameistaramótinu í 25 m laug. Bryndís synti á tímanum 1:00.81 en gamla metið var 1:01.24 sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fyrir 5 árum síðan.

Í raun var aðeins tímaspursmál hvenær Bryndís næði metinu en hún var hársbreidd frá því á ÍM25 á dögunum. Vart þarf að taka fram að Bryndís vann til gullverðlauna í sundinu í dag. Norska meistaramótið stendur fram á sunnudag og á Bryndís m.a. eftir að keppa í 50 m flugsundi og 50 m og 100 m  skriðsundi.

Heimasíða mótsins