19.01.2011
Bryndís Rún Hansen er íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010, annað árið í röð, en kjörinu var lýst í Ketilhúsinu í kvöld. Þetta er glæsilegur árangur og verðskuldaður. Þá fékk yfirdómari Óðins, Gunnar Viðar Eiríksson, sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir áralangt, óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála á Akureyri.
19.01.2011
Bryndís Rún Hansen er meðal tíu sundmanna sem fá úthlutun úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir árið 2011. Styrkurinn nemur 200 þúsund krónum og er þetta þriðja árið í röð sem Bryndís hlýtur styrkinn.
18.01.2011
Eins og fram kom á uppskeruhátíð Óðins á dögunum hefur Bryndís Rún Hansen, nýkjörinn sundmaður Akureyrar, nú haft vistaskipti. Hún er flutt til Bergen í Noregi þar sem hún sest á skólabekk, auk þess að einbeita sér að sundinu.
17.01.2011
Um helgina fóru Reykjavíkurleikarnir fram, eða Reykjavík Internationals Games, RIG. Þar var meðal annars keppt í sundi og átti Óðinn á annan tug keppenda. Keppt var bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra.
16.01.2011
Nú er komið að afhendingu harðfisks. Þið sem voruð búin að leggja inn pöntun getið nálgast hann í þjálfaraherbergi Akureyrarlaugar þriðjudaginn 18. janúar milli kl. 16:30 og 17:30.
11.01.2011
Bryndís Rún Hansen var útnefnd sundmaður Akureyrar 2010 á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins sem var haldin í sal Brekkuskóla í kvöld. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Ljóst er að liðið ár var eitt hið besta í sögu félagsins sem er að festa sig í sessi meðal þeirra bestu á landinu.
10.01.2011
Í vikunni hefjast þrekæfingar hjá framtíðarhópi, úrvalshópi og afrekshópi.
10.01.2011
Í gær fóru krakkar frá Óðni til Reykjavíkur til að keppa á Nýársmóti fatlaðra. Eins og við var að búast stóð hópurinn sig með miklum sóma.
04.01.2011
Vert er að ítreka að stjórn SSÍ hefur samþykkt að á þessu ári verður áfram heimilt að keppa í sundfatnaði án þess að hann sé með sérstöku merki eða stimpli FINA (Alþjóða sundsambandsins). Fatnaðurinn verður þó að sjálfsögðu að standast reglur FINA um sundfatnað.
29.12.2010
Hér koma úrslit frá Langsundsmóti Óðins 2010 sem haldið var 29. desember.