Verðlaunahafar á RIG

Um helgina fóru Reykjavíkurleikarnir fram, eða Reykjavík Internationals Games, RIG. Þar var meðal annars keppt í sundi og átti Óðinn á annan tug keppenda. Keppt var bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra.

Fjórir keppendur frá Óðni kepptu í flokki fatlaðra og komu allir heim með verðlaun.

Vilhelm Hafþórsson keppti  í fjórum greinum og vann silfur í öllum, 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi, 200 m skriðsundi og 50 m flugsundi.

Jón Gunnar Halldórsson vann gullverðlaun fyrir 100 m bringusund og brons í 50 m flugsundi.

Lilja Rún Halldórsdóttir kom heim með silfur í 100 m bringusundi og 100 m skriðsundi og brons í 200 m skriðsundi og í 50 m flugsundi.

Breki Arnarsson vann sér inn silfurverðlaun í í 50 m baksundi og  100 m baksundi og brons í 100 m skriðsundi.

Opinn flokkur
Í opnum flokki ófatlaðra voru syntar undanrásir og úrslit. Óðinn átti marga keppendur bæði í A- og B-úrslitum en aðeins Bryndís Rún Hansen krækti í verðlaun.  Hún tók gullið bæði í  100 m flugsundi og 50 m flugsundi, silfur í 100 m bringusundi og bronsi 50 m skriðsundi. Þá var hún jafnframt 5. stigahæsti sundmaður mótsins.

14 ára og yngri
Yngri keppendur Óðins stóðu sig með miklum sóma en auk opna flokksins eru veitt verðlaun í flokki 14 ára og yngri. Þar unnu þrír sundmenn til verðlauna.

Birkir Leó Brynjarsson
Gull 50 m skriðsund
Silfur 200 m fjórsund
Brons 50 m flugsund, 400 m skriðsund, 100 m skriðsund

Kári Ármannsson
Gull 50 m bringusund
Silfur 100 m bringusund, 200 m bringusund

Nanna Björk Barkardóttir
Brons 50 m bringusund, 50 m flugsund, 200 m bringusund, 100 m bringusund

Úrslit frá sundkeppninni eru á heimasíðu Ægis og í flokki fatlaðra munu úrslit koma inn á úrslitasíðu ÍF .