WC pappír í fjáröflun - breytt fyrirkomulag

Við höfum ákveðið að breyta aðeins fyrirkomulagi á wc-pappír sölunni. Afhending verður nú einu sinni í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, og í fyrsta skipti núna 2. febrúar. Þá mun félagið nú halda utan um ágóða hvers og eins.

Þetta er sami pappír og áður, 48 rúllur í pakkningu, gæðapappír (þessi innpakkaði). Þið seljið hann á 6200 krónur og ykkar ágóði er 1200 krónur. Þið greiðið félaginu fullt verð fyrir pappírinn (6.200 kr) og gjaldkeri heldur utan um inneign hvers og eins

Framkvæmd
Þið leggjð inn fyrir pappírnum áður en þið sækjið hann og sendið kvittun á odinn@odinn.is og aldab@akmennt.is (mikilvægt að senda á bæði netföngin). Munið að setja "wc pappír og nafn sundmanns" í skýringu. Gangið frá þessu fyrir hádegi á miðvikudegi þegar afhending er og sækið milli kl. 17-17:30 í Laufásgötu 9 (sama hús og BSA- norðurendi). Pappír er aðeins afhentur gegn framvísun á kvittun úr tölvubanka.

Þessi fjáröflun er huguð fyrir eldri hópa félagsins, þ.e. afrekshóp, kókódíla, hákarla, framtíðarhóp og úrvalshóp.