Fréttir

Bryndís með Íslandsmet á EM í Póllandi - uppfært!

Uppfært kl. 16:50: Bryndís bætti Íslandsmetið aftur í milliriðlum, nú 26,70. Bryndís Rún Hansen byrjaði þátttöku sína á EM-25 í Póllandi með stæl í morgun. Hún synti 50 m flugsund í undanrásum á nýju glæsilegu Íslandsmeti 26,80. Gamla metið átti hún sjálf 27,04, sett ÍM25 á dögunum. Tíminn var sá 15. besti í sundinu í morgun og skilar henni milliriðla síðar í dag.

Sundæfingar næstu daga

Pétur mun leysa yfirþjálfarann af núna næstu daga. Ekki verða neinar morgunæfingar hjá Afrekshóp föstudaginn 9. des né mánudaginn 12. des. Frí verður á laugardagsæfingu hjá Afreks- og Úrvalshóp. Aðrar æfingar eiga að vera samkvæmt venju. Fylgist þó vel með heimasíðunni ef kuldaboli verður að stríða okkur (viljum ekki æfa úti ef frost fer niður fyrir 10 gráður). Kveðja frá yfirþjálfaranum

Sundæfing afrekshóps kl. 16 þann 7. des

Sundæfing afrekshóps verður í dag kl. 16:00. kv Yfirþjálfari

Morgunæfing 6. des fellur niður

Ekki verður nein morgunæfing 6. des vegna kulda. kv Yfirþjálfari

Æfingar í frosti

Í dag mánudag 5. des er frostharkan það mikil að ákveðið hefur verið að fella niður allar æfingar í útilauginni í Akureyrarlaug. Afrekshópurinn á hins vegar að mæta í þrek í staðinn kl 17:30. Það er ekki heilsufarslega gott að æfa úti við aðstæður sem þessar, auk þess sem lítið er af mótum framundan. Fylgist með heimasíðunni næstu daga því samkvæmt veðurspá eru miklar líkur á að frost verði allmikið. kv Yfirþjálfari

Svalt Desembermót

Árlegt Desembermót Sundfélagsins Óðins fór fram í dag. Sundfólkið stóð sig að venju eins og sannar hetur og reyndi að láta aðstæðurnar trufla sig sem minnst, frost og snjókomu. Í raun gengur kraftaverki næst að hægt sé að halda sundmót í útilaug í desember og sannarlega ekki þær aðstæður sem boðlegar eru fyrir eitt stærsta sundfélag landsins árið 2011.

Söludagur - Nýju gallarnir komnir

Söludagur verður á skrifstofu Sundfélagsins (gamla íþróttahúsinu í Laugargötu á 2. hæð), þriðjudaginn 29. nóv kl. 17:30 - 18:30. Óðinsgallarnir eru komnir, þannig að þeir sem pöntuðu galla geta nálgast hann á þessum tíma.

Tvö gull og tvö silfur

Bryndís Rún Hansen lauk keppni á norska unglingameistaramótinu í dag. Hún vann til verðlauna í öllum greinum sínum, tvö gull og tvö silfur, auk boðsunda.

Ný sundkona fædd!

Það fjölgaði í Óðinsliðinu í gær þegar Linda Rún Traustadóttir þjálfari eignaðist stúlku. Sjálf keppti Linda Rún fyrir Óðinn í mörg ár. Þeim mæðgum og fjölskyldunni allri eru sendar góðar kveðjur frá öllum í Óðni.

Íslandsmet hjá Bryndísi Rún í 100 flug

Bryndís Rún Hansen setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 m flugsundi en þá hófst keppni á Norska unglingameistaramótinu í 25 m laug. Bryndís synti á tímanum 1:00.81 en gamla metið var 1:01.24 sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti fyrir 5 árum síðan.