Fréttir

Fyrstu myndir komnar inn - og fleiri myndir

Þá eru komnar inn myndir frá AMÍ 2011. Það bætast svo við myndir eftir því sem mótshlutar klárast.

Fyrsta hluta AMÍ lokið

Þá er fyrsta hluta AMÍ 2011 lokið. Maður dagsins var hann 14 ára gamli Arnór Stefánsson úr SH sem bætti 20 ára gamalt drengjamet í 1.500 m skriðsundi.

Sjóstöng og hvalaskoðun

Á mánudagskvöldið fór afrekshópur í frábæra ferð sem sett var upp sem sjóstöng en reyndist svo einnig vera hvalaskoðun.

Úrslit frá AMÍ 2011

Hér koma bein úrslit af AMÍ 2011

Glæsilegt lokahóf í Sjallanum

AMÍ mun ljúka á sunnudagskvöld með glæsilegu lokahófi í Sjallanum. Þar verður farið yfir afrek mótsins og snæddur veislumatur að hætti matreiðslumeistara Greifans.

Keppendalisti AMÍ o.fl.

Þá er að styttast í hátíðina stóru, AMÍ 2011. Undirbúningur gengur vel og ljóst að allt verður klárt þegar keppni hefst síðdegis á morgun.

Þrjú frá Óðni halda á alþjóðaleika Special Olympics

Tveir sundmenn frá Óðni er í hópi 36 keppenda sem valdir voru af Íþróttasambandi fatlaðra til þátttöku á Special Olympics leikunum sem hefjast í Aþenu næstkomandi föstudag. Þetta eru þau Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Jón Gunnar Halldórsson. Þá fer Dýrleif Skjóldal sundþjálfari einnig á leikana sem einn af fararstjórum íslenska hópsins. Hópurinn leggur af stað til Grikklands á morgun.

Vaktaplan

Hér er hægt að skoða stöðuna á vaktaplani í eldhúsi. Sendið Öldu upplýsingar um þær vaktir sem þið viljið taka.

Vaktir á AMÍ - Nú þurfum við að sýna samstöðu!

Nú styttist í AMÍ og skipulagning er á fullu. Til að allt gangi vel þá þurfum við að fá fullt af foreldrum á eldhúsvaktir, næturvaktir og þrifvaktir fyrir utan dómgæslu og annað sem fylgir stóru sundmóti. Það skiptir miklu að gera þetta vel því það er okkar hagur að fá að halda svona mót. Bæði er þetta okkar stærsta fjáröflun fyrir félagið og einnig spörum við okkar þann kostnað að fara suður á AMÍ. Svo er þetta líka svo gaman :) Óðinsbörn fá fría gistingu og mat á mótinu.

Margir sætir sigrar á Akranesleikunum

Hann var glæsilegur hópurinn sem lagði af stað áleiðis á Akranesleikana síðastliðinn föstudagsmorgun. Óðinn var með 58 sundmenn skráða sjaldan hefur svo stórt hópur frá félaginu keppt saman á einu móti. Árangurinn var líka glæsilegur eins og fram hefur komið en Óðinn sigraði örugglega í stigakeppni félaganna og uppskar veglegan bikar að launum.