Fréttir

Samantekt af Gullmóti KR

Óðinn sendi fjölmenna sveit á Gullmót KR um helgina, eða um 45 sundmenn. Eftir ansi vindasama ferð suður yfir heiðar þá gekk mótið sjálft með miklum ágætum og ýmis góð afrek voru unnin.

Dóra Sigga og Bryndís Super Challenge meistarar

Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Bryndís Bolladóttir urði í kvöld Super Challenge meistarar á Gullmóti KR. Um er að ræða úrslitakeppni í 50 m flugsundi. Óðinn átti keppendur á palli í nær öllum yngri flokkum.

KR-mót - Hópurinn kominn á leiðarenda

Keppendur Óðins á Gullmóti KR eru komnir á leiðarenda og allt gekk vel. Eru krakkarnir farin í upphitun en keppni hefst með 50 m flugsundi kvenna kl. 16:30.

KR-mót, veðurspá

Veðurspáin framan af degi á morgun er ekki góð, sérstaklega fyrir SV-hornið. Að sjálfsögðu verður ekki teflt í neina tvísýnu og ekki lagt af stað nema það sé meðtið óhætt. Bílstjórinn telur hins vegar af fenginni reynslu enga ástæðu til að gera ráð fyrir öðru en að brottför geti orðið á áður auglýstum tíma, þ.e. kl. 9 frá planinu sunnan við Íþróttahöllina. Tilkynning verður sett hér inn á heimasíðuna www.odinn.is kl. 8 í fyrramálið.

Upplýsingar um Gullmót KR

Allar helstu upplýsingar um Gullmót KR um næstu helgi eru nú komnar á vefinn.

Fræðslufyrirlestur með Bjarna Fritzsyni

Strax eftir æfingu afrekshóps á föstudaginn, eru krakkarnir boðaðir á fræðslufyrirlestur í slanum okkar í Laugargötunni. Fyrirlesturinn hefst kl. 19.

WC pappír í fjáröflun - breytt fyrirkomulag

Við höfum ákveðið að breyta aðeins fyrirkomulagi á wc-pappír sölunni. Afhending verður nú einu sinni í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, og í fyrsta skipti núna 2. febrúar. Þá mun félagið nú halda utan um ágóða hvers og eins.

Íbúð óskast til leigu

Sundfélagið vantar að taka íbúð á leigu fyrir Vlad yfirþjálfara. Óskum eftir litilli íbúð í rólegu umhverfi með möguleika að setja upp gervihnattadisk. Endilega hafið samband við Halldór formann ef þið vitið af einhverju 861-4331 halldorarin@gmail.com

Óli G. Jóhannsson látinn

Óli G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, er látinn eftir stutt veikindi. Hann var fæddur 13. desember árið 1945 og því aðeins 65 ára að aldri. Hann var afbragðs sundmaður á sínum yngri árum og einn af stofnendum Sundfélagsins Óðins. Fjölskyldu Óla G. er vottuð samúð á þessum erfiðu tímum.

Bryndís Rún kjörin íþróttamaður Akureyrar 2010

Bryndís Rún Hansen er íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010, annað árið í röð, en kjörinu var lýst í Ketilhúsinu í kvöld. Þetta er glæsilegur árangur og verðskuldaður. Þá fékk yfirdómari Óðins, Gunnar Viðar Eiríksson, sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir áralangt, óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála á Akureyri.