Dóra Sigga og Bryndís Super Challenge meistarar

Bryndís og Dóra Sigga sáttar með sigurlaunin.
Bryndís og Dóra Sigga sáttar með sigurlaunin.

Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Bryndís Bolladóttir urði í kvöld Super Challenge meistarar á Gullmóti KR. Um er að ræða úrslitakeppni í 50 m flugsundi. Óðinn átti keppendur á palli í nær öllum yngri flokkum.

Super Challenge keppnin er einn af hápunktum mótsins og jafnan mikið stuð. Ljósin eru slökkt í sundhöllinni  en ljóskastarar og tónlist notuð til að skapa einstaka stemmningu. Átta bestu í hverjum flokki keppa þarna til úrslita og er hvergi gefið eftir.

Bryndís vann meyjaflokkinn (12 ára og yngri) en Halldóra Sigríður stúlknaflokkinn (15-17 ára). Þá varð Kristján Benedikt Sveinsson annar í sveinaflokki, Nanna Björk Barakadóttir önnur í telpnaflokki og Birkir Leó Brynjarsson annar drengjaflokki.

Fjölmörg góð afrek önnur hafa verið unnin á mótinu og verður gerð betri grein fyrir þeim síðar.

Bein úrslit frá mótinu