Merki AMÍ 2011

Hulunni hefur nú verið svipt af merki AMÍ – Aldursflokkameistaramóts Íslands - sem við í Óðni höldum nú síðar í mánuðinum. AMÍ merki Óðins hafa alltaf vakið verðskuldaða athygli og því fróðlegt að sjá árangurinn nú.

Eins og í fyrri skiptin sem Óðinn hefur haldið AMÍ er hönnuður merkisins Unnur A. Kristjánsdóttir, sundþjálfari með meiru. Samdóma álit þeirra sem séð hafa merkið er að það sé hið glæsilegasta frá upphafi. Það mun meðal annars skreyta AMÍ-bolina en þeir verða vandaðir í ár, eins og jafnan þegar Óðinn heldur AMÍ.

AMÍ-síðan
Þá er nú komið talsvert af efni inn á heimasíðu AMÍ 2011 og munu upplýsingar bætast stöðugt við fram að móti. AM'I verður sett í Sundlaug Akureyrar fimmtudaginn 23. júní og lýkur með lokahófi í Sjallanum sunnudaginn 26. júní. Búist er við um 300 keppendum á mótið.

Heimasíða AMÍ 2011