Margir sætir sigrar á Akranesleikunum

Hann var glæsilegur hópurinn sem lagði af stað áleiðis á Akranesleikana síðastliðinn föstudagsmorgun. Óðinn var með 58 sundmenn skráða sjaldan hefur svo stórt hópur frá félaginu keppt saman á einu móti. Árangurinn var líka glæsilegur eins og fram hefur komið en Óðinn sigraði örugglega í stigakeppni félaganna og uppskar veglegan bikar að launum.

Margir stórir og smáir sigrar
Á móti sem þessu vinnast margir stórir og smáir sigrar. Margir voru að bæta tímana sína verulega, sumir voru að ná AMÍ-lágmörkum og við sópuðum að okkur verðlaunapeningum. En árangurinn er ekki bara mældur í lauginni því þátttaka á svo stóru sundmóti er út af fyrir sig  mikill sigur og þroskandi fyrir hvern og einn.  Allir persónulegu sigrarnir sem ekki eru mældir í mínútum og sekúndum eru ekki síður mikilvægir. Að ferðast saman í stórum hóp, gista saman í skólastofu og læra að deila kjörum í félögunum á hverju sem gengur – allt þetta er þroskandi og eflandi og nýtist langt út fyrir sundið. Við í Óðni leggjum metnað í að ala sundmennina okkar upp í svona ferðum með þeim hætti að þeir verði til fyrirmyndar, bæði í laug og utan hennar.

Gull á línuna hjá Nönnu
Hér að neðan er svo samantekt á verðlaunahöfum Óðins. Sem sjá má er það langur og glæsilegur listi. Nefna má sérlega glæsilegan árangur hjá Nönnu Björk Barkardóttur í flokki 13-14 ára sem vann allar greinar sínar á mótinu, átta alls, auk boðsunda. Bryndís Bolladóttir vann 9 verðlaun alls í einstaklingsgreinum, þar af 4 gull, í flokki 11-12 ára. Svipað var upp á teningnum hjá Birki Leó Brynjarssyni í flokki 13-14 ára en hann vann einnig 4 gull og átta verðlaun alls. Erla Hrönn Unnsteinsdóttir vann til tveggja gullverðlauna í einstaklingsgreinum í flokki 15 ára og eldri. Aðrir gullverðlaunahafar í einstaklingsgreinum voru Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Snædís Sara Arnedóttir, Halldóra S. Halldórsdóttir og Oddur Viðar Malmquist. Oddur vann einnig til fernra silfurverðlauna og sama gerði Rakeld Baldvinsdóttir. Þannig má áfram telja en listinn talar í raun sínu máli.

Valgeir Hugi tók fullt af myndum sem komnar eru inn á myndasíðu. Allar myndir eru vel þegar og má senda þær á netfangið halldorarin@gmail.com. Sé um margar og stórar myndir að ræða er þó betra að brenna þær á disk og koma honum í þjálfaraherbergið í Akureyrarlaug.

Verðlaun Óðins á Akranesleikum 2011 – samantekt:

10 ára og yngri

Alexandra Tómasdóttir
Silfur 50 m baksund, 50 m skriðsund

Silfur 4x50 m skriðsund
Alexandra Tómasdóttir, Ólavía Klara Einarsdóttir, Rannveig Katrín Arnarsdóttir, Þórkatla Björg Ómarsdóttir.

12 ára og yngri

Bryndís Bolladóttir
Gull: 100 m flugsund, 200 m skriðsund, 100 m fjórsund, 100 m skriðsund
Silfur: 400 m fjórsund, 100 m bringusund, silfur 200 m fjórsund
Brons 400 m skriðsund, 200 m bringusund

Snævar Atli Halldórsson
Silfur 100 m bringusund, 200 m bringusund

Elín Kata Sigurgeirsdóttir
Gull 100 m baksund
Silfur 100 m flugsund
Brons 200 m fjórsund, 200 m baksund, 100 m skriðsund

Snædís Sara Arnedóttir
Gull 200 m baksund

Gull 4x50 m fjórsund
Elín Kata Sigurgeirsdóttir,  Embla Sólrún Einarsdóttir, Bryndís Bolladóttir,  Jana Þórey Bergsdóttir.

13-14 ára

Nanna Björk Barkardóttir
Gull: 400 m fjórsund, 200 m flugsund, 100 m skriðsund, 200 m bringusund, 100 m flugsund, 200 m skriðsund, 100 m bringusund, 200 m fjórsund

Kári Ármannsson
Brons 100 m skriðsund

Rakel Baldvinsdóttir
Silfur 100 m baksund, 400 m skriðsund, 200 m skriðsund, 800 m skriðsund

Birkir Leó Brynjarsson
Gull: 200 m flugsund, 100 m skriðsund, 100 m flugsund, 200 m skriðsund
Silfur 100 m baksund, silfur 400 m skriðsund, 200 m baksund, 200 m fjórsund

Ylfa Björt Jónsdóttir
Silfur 200 m baksund, 100 m bringusund
Brons 200 m bringusund

Kristín Ása Sverrisdóttir
Silfur 200 m bringusund

Gull 4x50 m fjórsund
Rakel Baldvinsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir, Ylfa Björt Jónsdóttir, Kristín Ása Sverrisdóttir.

15 ára og eldri

Erla Hrönn Unnsteinsdóttir
Gull 200 m skriðsund, 800 m skriðsund
Silfur 400 m skriðsund
Brons: 400 m fjórsund, 100 m flugsund

Oddur Viðar Malmquist
Gull 100 m flugsund
Silfur 400 m fjórsund, 200 m flugsund, 400 m skriðsund, 1.500 m skriðsund
Brons 200 m skriðsund

Halldóra S. Halldórsdóttir
Gull: 200 m flugsund
Silfur 200 m fjórsund

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir
Silfur 200 m baksund
Brons: 100 m skriðsund, 400 m skriðsund, 200 m skriðsund

Karen Konráðsdóttir
Silfur 200 m bringusund, 100 m bringusund

Júlía Ýr ÞorvaldsdóttirBrons 200 m bringusund

Gull 4x50 m skriðsund
Erla Hrönn Unnsteinsdóttir,  Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir.

Brons 4x50 m skriðsund
Karen Konráðsdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Júlía Rún Rósbergsdóttir, Kristín Ása Sverrisdóttir.

Silfur 4x50 m skriðsund
Birkir Leó Brynjarsson, Oddur Viðar Malmquist, Helgi Freyr Sævarsson, Kári Ármannsson.

Gull 4x50 m fjórsund
Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Karen Konráðsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir.

Silfur 4x50 m fjórsund
Helgi Freyr Sævarsson, Kári Ármannsson, Oddur Viðar Malmquist , Birkir Leó Brynjarsson.