Við syntum 105,5 km!

Sólarhringssundið gekk með miklum ágætum. Samtals voru syntir 105,5 km þannig að 100 km markmiðið náðist.

Sundið er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins ár hvert og er verið að taka saman hvað safnaðist. Við viljum þakka öllum sem komu að sundinu með einum eða öðrum hætti og að  sjálfsögðu þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu okkur.

Myndir frá Sólahringssundi 2011 sem Sævar tók