ÍM50 – Bryndís Rún þrefaldur Íslandsmeistari

Óðinn átti 16 keppenur á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug sem haldið var um helgina. Ágæt afrek unnust á mótinu. Veðrið setti nokkurn strik í reikninginn við heimkomuna en allir skiluðu sér þó á endnum.

Bryndís Rún Hansen, sund- og íþróttamaður Akureyrar, var í miklu stuði og hefur Noregsdvölin í vetur greinilega farið vel í hana. Hún keppti í fimm greinum, varð þrefaldur Íslandsmeistari og vann brons í hinum tveimur. Í fjórum greinnana setti hún Akureyrarmet og var einum hundraðasta frá Íslandsmeti sínu í 50 m flugsundi. Hún sigraði sem sagt í 50 og 100 m flugsundi og 200 m skriðsundi og vann brons í 50 og 100 m skriðsundi. Þá náði hún lágmörkum fyrir keppnis og æfingaferð með landsliðinu í vor, svokallaða mara Nostrum mótaröð, og viðmiðunartíma fyrir Smáþjóðaleikana.

Fleiri verðlaun og Akureyrarmet
Fleiri Akureyrarmet og verðlaun unnust á mótinu. Erla Hrönn Unnsteinsdóttir vann til bronsverðlauna í 50 m baksundi og Oddur Viðar Malmquist setti Akureyrarmet pilta í 800 m skriðsundi (9:18,54) og pita og karla 400 m skriðsundi (4:21,76). Þá átti Óðinn fjölmarga keppendur í úrslitum en 8 bestu í hverri grein synda til úrslita, sem eitt og sér er mikið afrek. Þeir sem syntu til úrslita fyrir Óðinn voru.

Arnór Ingi Hansen
50 m flugsund, 200 m fjórsund, 100 m baksund

Erla Hrönn Unnsteinsdóttir
50 m baksund, 200 m baksund

Halldóra S. Halldórsdóttir
100 m skriðsund, 50 m flugsund, 100 m flugsund, 50 m skriðsund

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir
50 baksund, 100 m baksund

Júlía Ýr Þorvaldsdóttir
100 m bringusund, 50 m bringusund, 200 m bringusund

Nanna Björk Barkardóttir
100 bringusund, 200 m bringusund

Oddur Viðar Malmquist
400 m skriðsund, 200 m flugsund