Sjóræningjadagur fyrir sundskóla

Þá líður að Sjóræningjadeginum okkar en hann verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 3. nóvember í GLERÁRLAUG fyrir alla í sundskóla Óðins. Fyrir ykkur sem eru að koma í fyrsta sinn (en vonandi ekki það síðasta) er þetta uppbrotsdagur fyrir krakkana sem við höfum gaman af. Til að allir komist að þá skiptum við hópunum niður á þennan veg:

Kl. 15-15.30 Höfrungar úr báðum laugum og Gullfiskar úr Glerárlaug

Kl. 15.30-16.00 Gullfiskar 1 og 2 úr Akureyrarlaug og Sæhestar 1 úr Glerárlaug

Kl. 16.00-16.30 Sæhestar 2 og 3 úr Glerárlaug og Krossfiskar

Kl. 16.30-17.00 Skjaldbökur 1 og 2 og Sæhestar úr Akureyrarlaug og foreldri með þeim öllum

Sund- og sjóræningjakveðjur,
Þjálfarar