Frétt frá ÍM 50 um liðna helgi

Góð helgi hjá sundkrökkunum okkar.

Miklar framfarir hafa orðið á liðinu okkar þó að það sé ungt. Óðinn skartar nú mjög ungu og efnilegu liði. Liðið stóð sig mjög vel um nýliðna helgi á IM 50 sem haldið var í Laugardalslaug.
Mikil og góð stemming ríkti í hópnum. Bryndís Rún Hansen kom heim til að keppa á mótinu og sýndi mikla yfirburði í öllum skriðsundum og flugsundum sem hún synti. Hún var einnig að bæta árangur sinn og er komin nú með B lágmörk á ÓL í Ríó. Hún náði einnig lágmörkum til að synda á EM í sumar sem haldið verður í London í júlí.  Mikil vítamínsprauta að fá hana heim og synda með okkur meistaramótið.  Flott sundkona sem er í frábæru formi.
Nokkur akureyrarmet litu dagsins ljós.  Snævar Atli Halldórsson, María Arnarsdóttir,  Bryndís Rún Hansen og Þura Snorradóttir óku met. Kvennaboðsundssveitin tók 2 brons eftir hörku baráttu.
Óðinn náði mestu framförum á liði á þessu móti þegar öll liðin eru borin saman.  hafa sýnt mikla elju við æfingar og eru þau að uppskera samkvæmt því.
Ég vil þakka þeim sem komu til að aðstoða okkur við farastjórn, eldamennsku, dómgæslu og þeir sem komu og studdu okkur kærlega fyrir. Það er margsannað að þeir krakkar sem eiga foreldra sem eru virkir í þeirra tómstund haldast lengur í íþróttinni og ná betri árangri.
Til hamingju krakkar með góðann árangur.  Þið eruð snillingar!!