Spennandi bikar ÍF framundan

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi (Blue Lagoon-bikarinn) fer fram í Sundlaug Akureyrar þann 8. júní næstkomandi. Meðal keppenda verður ólympíumeistarinn og -mótsmethafinn Jón Margeir Sverrisson. Íþróttafélagið Fjörður er ríkjandi bikarmeistari en félagið sigraði á heimavelli fyrir réttu ári eftir mikla baráttu við ÍFR og var það fimmti titill félagsins í röð. Í síðustu bikarkeppni féllu 14 Íslandsmet þannig að búast má við hörku keppni.

Keppnin hefst kl. 15 og útlit fyrir að veðurguðirnir brosi við þátttakendum og gestum.

Nánar um tilhögun mótsins.

Bein úrslit