Óðinn í 4. sæti bikarkeppninnar - Miklar bætingar

Á laugardaginn fór bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra fram í Reykjanesbæ. Fjögur félög sendu lið til keppni, Fjörður, Ösp, ÍFR og Óðinn. Frá Óðni fóru 11 keppendur auk þjálfara og fararstjóra. Leikar fóru svo að Óðinn varð í 4. sæti með 7.898 stig en Fjörður sigraði fjórða árið í röð með 11.717 stig.

Óðins krakkarnir voru að ná glæsilegum árangri. Allir bættu sig eitthvað, sumir meira en aðrir en allir stóðu sig eins og hetjur sem þessir krakkar jú eru! Þar vil ég nefna BjarkaSkjóldal Þorsteinsson sem hefur ekki mikið verið að keppa en bætti  sig í öllum sundum sínum um og yfir 10 sek og sé ég hann koma sterkann inn næsta haust. Að keppni lokinni var farið á veitingastaðinn Lang Best á Vallarsvæðnu og pantaðir hamborgarar á línuna. Frábær endir á góðum vetri!

Takk fyrir mig og gleðilegt sumar.
Anna Fanney

Hér að neðan eru svo heildarúrslit mótsins

Bikarkeppni ÍF 2011 (Excel)