ÍM 25 ÍF í Ásvallalaug Hafnarfirði

ÍM 25 í Ásvallalaug

Þá er komið að suðurferðinni á ÍM-25 fatlaðra. Fararstjóri í ferðinni verður Lísa Björk (mamma Lilju) og þjálfari Jón Heiðar. Lagt verður af stað með flugi laugardaginn 24. nóv kl: 11.10 (mæting 10.40). Muna að borða góðan morgunmat um morguninn!   Förum strax á Hótel Hafnarfjörð og komum okkur fyrir og borðum létta hádegishressingu. Upphitun byrjar kl. 14.00 og mótið 15.00 á laugardeginum. Hópurinn mun svo fara saman út að borða eftir að keppni líkur á laugardeginum.

Á sunnudeginum byrjar upphitun kl. 9.00 og mótið kl.10.00.  Eftir að móti líkur er stefnt á að fara í Kringluna eða Smáralind þar sem verður borðað, spjallað og rölt í búðir þeir sem vilja. Nauðsynlegt er að hafa með sér vasapening fyrir a.m.k þessum 2 máltíðum og má áætla að 3-5 þús kr.væri hæfilegt.

Muna einnig að taka með:  sundföt, sundgleraugu, inniskó, a.m.k. 2 handklæði, föt til að vera í á bakka (Óðinsgalla þeir sem eiga)og drykkjarbrúsa Óðins .

Hópurinn fer svo í loftið frá Reykjavík kl. 17.45 á sunnudeginum og er áætluð lending á Akureyri  kl. 18.30.

Fréttabréf

Kostnaður vegna ferðar:

Flug:                                21000
Fararstjórn:                       5000
Bílaleigubíll:                        5000
Gisting og morgunmatur:   3800
Hádegishr. og bakkanesti: 1000
Samtals:                         35800 kr.

Iðkendur greiða 25.000 krónur og er restin niðugreidd af sundfélaginu. Þeir sem ekki fljúga eða nýta sér aðra liði þurfa að hafa samband við Höllu gjaldkera í s:867-5667 eða á odinn@odinn.is

Leggist inn á reikning Óðins fyrir brottför: 1145-26-80180 kt. 580180-0519

Bestu kveðjur
Jón Heiðar  S: 895-8684
Lísa Björk S: 865-8953