Gleðilegt nýtt ár

Sundfélagið Óðinn óskar félagsmönnum, iðkendum og foreldrum þeirra, þjálfurum, stuðningsaðilum og öllum velunnurum, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2020 verða ykkur öllum farsælt og gæfuríkt.

Á heimasíðunni er viðburðadagatal þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um m.a. sundmót framundan og hvenær sundæfingar hefjast á nýju ári.

Afreks- og úrvalshópur byrjaði sundárið fimmtudaginn 2. janúar en aðrir hópar byrja í næstu viku. Æfingatafla tekur gildi mánudaginn 6. janúar.

Gleðilegt nýtt ár!