Garpar

Akureyri.des 2012
Kæru Sundgarpar,

Stjórn Sundfélagsins Óðins hefur tekið þá ákvörðun í samráði við Gunnar að frá og með 1.jan 2013 munu iðkendur greiða æfingagjöld til sundfélagsins og þjálfari fái verktakagreiðslur samkvæmt samningi við Sundfélagið.  Vonum við að þetta megi verða til þess að iðkendur upplifi betri tengsl við félagið og garpahópurinn verði að fullu hluti af þeim stóra hópi sem æfir sund hjá félaginu.

 

Skráning í Garpana fer fram í gegnum heimasíðu Óðins http://www.odinn.is/is/garpar (verður virkt fyrstu vikuna í janúar). Greiðslufyrirkomulagið er að öllu jafna í formi greiðsluseðla en einnig er hægt að greiða með kreditkorti allt eftir hentugleikum og fólk getur haft samband við Höllu gjaldkera félagsins.

 

Eftir sem áður þarf fólk að greiða aðgangseyri að sundlauginni, Sent var erindi til ÍBA vegna þessa og sóttumst við eftir því að iðkendur þyrftu ekki að greiða í laugina þegar mætt væri á æfingu.  Það gekk ekki eftir og er rökstuðningur ÍBA sá, að um sé að ræða fullorðna einstaklinga en ekki börn,  og niðurgreiðsla næði eingöngu til þeirra.

 

Það er von okkar að Garpar taki þessari breytingu vel og tengslin við Sundfélagið eflist og sé öllum til góða.

 

Góðar sundkveðjur,

F.h.stjórnar Sundfélagsins Óðins

 

Halla B. Halldórsdóttir Formaður

Elsa Marría Guðmundsdóttir meðstjórnandi