Framundan í fjáröflunum

Í maí er mikið að gera í fjáröflunum, sólarhringssundið gekk vel og nú erum við að hugsa um Akranesleikana sem eru í byrjun júní ásamt því að byrja að safna fyrir æfingabúðum. Söfnun fyrir æfingarbúðum er hugsuð fyrir börn fædd 1999 og eldri.
Hér verður farið yfir það sem framundan er í fjáröflunum.

Hreinsun á Glerárdal 7. maí
Næsta laugardag, 7. maí býðst okkur vinna við hreinsun í Glerárdal. Við þurfum að mæta við Steypustöðina klukkan 9 og erum búin um kl. 3. Akureyrarbær leggur til poka og annað sem þarf. Það sem við fáum fyrir þessa vinnu ætlum við að nota til að starta æfingabúða-ferðasjóði. Hann verður með sama sniði og síðast, hver safnar á sitt nafn. Við þessa vinnu fær sundmaður sem mætir 1 hlut og foreldri/foreldrar sen mæta þá er það 1 hlutur (hvort sem það er 1 eða 2 foreldrar).   Við erum að skoða hvort æfing geti byrjað eitthvað fyrr á laugardaginn og verið með styttra móti, kemur í ljós. Við foreldrar mætum klukkan 9 og þau koma svo um leið og æfingin er búin. Svo er bara að mæta með kakó/kaffi á brúsa, samlokur og jafnvel súkkulaðikex, góða skapið og alla fjölskylduna :) Margar hendur vinna létt verk. Ef þetta gengur vel og mæting er góð þá fáum vonandi aftur svona vinnu næsta vor. Gott að hafa vinnu í bland við sölu í fjáröflunum.  Söfnun fyrir börn fædd 1999 og eldri ( æfingabúðir).


Hamborgarar
Nú er grillvertíðin að hefjast og hvað er þá betra en að eiga alltaf nóg af hamborgurum í frysti :) Við seljum saman í pakka 10 frosna hamborgara 80 gr (Norðlenska) og 10 brauð (Kristjáns) sem þið seljið á 1700 og fáið 600 kr í ágóða.
Sendið pöntun á fjaroflun@odinn.is í síðasta lagi á þriðjudagskvöld 10. maí.
Hamborgararnir verða afhentir á fimmtudag 12. maí í næstu viku milli 17:00 og 17:30 fyrir framan íþróttahúsið í Laugargötu, mikilvægt að allir taki sitt þá því við erum með frosna vöru. Þið leggið alla upphæðina inn á fjáröflunarreikning Óðins.  Númer fjáröflunarreiknings er 1145-05-442968 og kennitala 580180-0519. Við ætlum svo að hafa afhendingu aftur í lok maí ef áhugi er.
Gott verð, sambærilegt því sem er verið að selja í kjörbúiðinni. (allir keppnishópar)
Hér er pöntunarblað sem hægt er að nota  Hamborgarapöntunarblað.
Kiwanislykill
Kiwanislykill helgina 13.-15. maí, en þá aðstoðum við Kiwanis á Akureyri við sölu. Framkvæmd við það skýrist um næstu helgi. Þið fáið póst um það. (allir keppnishópar)

SÁÁ álfurinn
SÁÁ Álfurinn verður svo 18. – 21. maí. Þetta er góð fjáröflun og hefur gefið góðan pening fyrir þá sem hafa tekið þátt. Við þurfum að manna margar vaktir og biðjum ykkur því að hafa þessa helgi í huga þegar þið skipuleggið matarboðin í maí :) Söfnun fyrir börn fædd 1999 og eldri (æfingabúðir).


Svo er verður wc pappír afgreiddur næsta miðvikudag 4. maí, sjá nánar undir "Fjáraflanir" hvernig þið pantið og nálgist hann.

Nóg í bili, fjáröflunarnefndin sísafnandi :)

Alda, Sif og Þóra Ester.

p.s.    Á KR mótinu rugluðust buxur, Bryndísi Bolladóttur vantar sínar buxur sem eru merktar og það er búið að stytta þær (auka faldur á þeim) hún er svo með aðrar ómerktar og ófaldaðar heima sjá sér.