AMÍ Akranesi 24-26 júní

AMÍ 2016 verður haldið á Akranesi dagana 24. - 26. júní. Keppt verður í Jaðarsbakkalaug. Boðið verður upp á gistingu í Grundaskóla á Akranesi. Skólinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í um 100 metra fjarlægð. Eins og venja er með sundmót þarf fólk að hafa með sér dýnur og annan viðlegubúnað. Matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla. Lokahófið fer fram í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum sem er áfast lauginni.

Farið verður frá bílaplaninu sunnan við íþróttahöllina kl 14 á fimmtudaginn 23.06 nk.

Útbúnaður á sundmót þar sem gist er í skóla. 

Krakkarnir þurfa að hafa nesti meðferðis fyrir ferðina, en kvöldverður verður síðan framreiddur strax við komu.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér kr. 1.500 fyrir mat á leiðinni. Fararstjórar geta geymt peninga.

Gistiaðstaða og matur
Gist verður í Grundarskóla.
Þeir sem ferðast á eigin vegum og gista í skólanum verða að vera komnir í síðasta lagi kl 21:30, því ætlast er til að ró sé komin á í skólanum kl 22:00
Matur verður framreiddur í skólanum. Lokahófið verður í íþróttahúsinu.

Fararstjóri
Lísa Björk (mamma Snævars Atla í Afrekshópi) Gsm; 865 8953

Kostnaður og greiðslufyrirkomulag:
Leggja skal inn á reikning félagsins 0566-26-80180, kt 580180-0519 tilvísun nafn barns kr. 30.000

Óskum ykkur góðrar ferðar og góðs gengis. Áfram Óðinn

kveðja stjórnin