AMÍ 2021

Aldurflokkameistarmót Íslands í sundi árið 2021 (AMÍ) verður haldið á Akureyri dagana 25. - 27. júní nk og er búist við um 270 keppendum. Keppt verður í Sundlaug Akureyrar við Þingvallastræti, en sundlaugin verður lokuð almenningi á meðan á mótshluta stendur. Boðið verður upp á gistingu í Brekkuskóla á Akureyri en skólinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar. Matur verður einnig framreiddur í Brekkuskóla. Lokahóf fer fram í Íþróttahöllinni sem er staðsett nálægt Brekkuskóla. Allar nánari upplýsingar um skráningar og verð má nálgast á heimasíðum SSÍ og Sundfélagsins Óðins.
 
Tekið verður á móti félögum í Brekkuskóla á fimmtudeginum frá kl. 16:00-22:00. Þar fá félögin afhent matarpassa, miða á lokahóf og AMÍ boli.
Boðið verður upp á kvöldmat milli kl. 19:00-20:00. Mótssetning fer svo fram í Sundlaug Akureyrar kl. 20:00. Athugið að Brekkuskóli lokar kl. 22:00 þannig að öll lið verða að hafa skilað sér í hús fyrir þann tíma.
 
Þau félög sem vilja panta æfingatíma á fimmtudeginum eru beðin um að hafa samband við Inga Þór yfirþjálfara Óðins. Netfangið hans er yfirthjalfari@odinn.is.
 
Stjórn AMÍ heldur úti Facebook síðu fyrir mótið AMÍ 2021 þar sem upplýsingar eru settar inn reglulega. 
 
Hlökkum til samverunnar með ykkur!