AMÍ 2021 á Akureyri

                                                                                                                         

Aldursflokkameistaramót Íslands - AMÍ
Akureyri 25. - 27. júní 2021 

Ágætu félagar,

Aldurflokkameistarmót Íslands í sundi árið 2021 (AMÍ) verður haldið á Akureyri dagana 25. - 27. júní nk. Keppt verður í Sundlaug Akureyrar við Þingvallastræti, en sundlaugin verður lokuð almenningi á meðan á mótshluta stendur. Boðið verður upp á gistingu í Brekkuskóla á Akureyri en skólinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar. Eins og venja er þegar boðið er upp á gistingu í skólum, þarf fólk að hafa með sér dýnur og annan viðlegubúnað. Matur verður einnig framreiddur í Brekkuskóla. Lokahóf fer fram í Íþróttahöllinni sem er staðsett nálægt Brekkuskóla. 

Frekari upplýsingar um mótið munu birtast á heimasíðu Óðins (odinn.is) og á sérstakri Facebooksíðu AMÍ 2021 þegar nær dregur mótinu. Þar verða t.a.m. settar inn upplýsingar um mögulegar ráðstafanir vegna sóttvarna, matseðill og aðrar praktískar upplýsingar. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með þessum miðlum. Einnig er hægt að senda almennar fyrirspurnir á mótsstjóra á hildurfri@gmail.com.

Mætum með bros í hjarta svo við getum átt saman góðar stundir!

Fyrir hönd AMÍ undirbúningsnefndar Óðins,

Hildur Friðriksdóttir