Aðalfundur Óðins

Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 6. apríl nk. kl. 19:45 í sal Brekkuskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagið býður upp á veitingar.

Rétt er að tilkynna að tveir núverandi stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér áfram, auk þess sem formaður mun stíga niður. Framboð til stjórnar skulu berast á formadur@odinn.is fyrir 4. apríl.

Stjórn óskar einnig eftir aðilum í fjáröflunarnefnd félagsins sem gegnir stóru hlutverki í starfi þess. Fyrirspurnir og framboð berist til formanns fyrir 4. apríl.

Tillögur að lagabreytingum skulu berast á formadur@odinn.is fyrir 1. apríl. Verða þær birtar á heimasíðu fyrir aðalfund.

Eftirafarandi breytingartillögur hafa þegar borist.

(Hlekkur á lög félagsins: http://www.odinn.is/is/um-sundfelagid/log-sundfelagsins)

 • Við fimmtu grein:

  • 5. gr. 1. Stjórn félagsins skal skipuð sjö (7) mönnum, þar af sex (6) sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Starfsmaður félagsins er gjaldkeri stjórnar og hennar sjöundi maður. Stjórnin skal starfa í samræmi við lög þessi, samþykktir aðalfundar og/eða félagsfunda eftir því sem við á.
   5.2. Stjórn félagsins skal skipuð þannig:
   a) Formanni er hafi umsjón með starfi félagsins, boði til stjórnarfunda, stýri þeim og komi fram út á við fyrir hönd félagsins.
   b) Varaformanni er taki við starfsskyldum formanns í forföllum
   c) Ritara er færi gjörðabók félagsins og annist varðveislu bréfa
   d) Gjaldker
   a er færi bókhald og annist fjárreiðu félagsins–annist félagatal og innheimtu æfinga– og félagsgjalda.
   e)
   Þremur meðstjórnendum er annast muni félagsins og aðstoða gjaldkera við félagatal og skráningu þátttakenda í æfingum félagsins.

(breyting sem lögð er til snýr að því að festa sæti gjaldkera starfsmanni félagsins auk orðalagsbreyningar í e-lið.)

 • Við sjöundu grein:

  • 7. Kosningar
   a) Formaður kosinn sérstaklega
   b) 5 menn í stjórn
   c) 2 félagslegir skoðunarmenn

(Breytingin er í beinu framhaldi af ofangreindri tillögu við grein fimm og snýr að framkvæmd kosninga ef fyrri breyting fæst samþykkt))

(Hlekkur á lög félagsins: http://www.odinn.is/is/um-sundfelagid/log-sundfelagsins)