Calella Spáni 2012

Calella Spáni 15.ágúst – 25.ágúst 2012

Lagt verður af stað með rútu frá Akureyrar að morgni
miðvikudagsins 15.ágúst

Brottför frá Keflavík til Barcelona kl.16:40 (flugnr. FI596G)
Lent í Barcelona kl.22:40. ath. Þeir eru 2 tímum á undan íslenskum tíma

Heimferð er laugardaginn 25. ágúst kl.23:40 (flugnr. FI597G)
lent kl.01:55 á Íslandi. Áætluð heimkoma til Akureyrar að morgni sunnudagsins 26. ágúst

Klæðnaður út og heim
Óðinsgalli / peysa, Óðinsbolur (Calella)

Gisting og fæði
Gist verður í 3 manna herbergjum.
Fullt fæði, en þó ekki all inkl ( drykkir sem fylgja er vatn).
Hótelið heitir Sant jordi og nánar má sjá upplýsingar á heimasíðu hótelsins sem er http://www.ctv.es/hotelsantjordi/ang.html. Fararstjórar og þjálfarar sjá um vatn og ávexti á milli mála
(innifalið í heildarverði)


Æfingar og afþreying
Flesta daga verða 2 æfingar á dag, sú fyrri frá kl. 09–11 og sú seinni frá 16–18, auk þrekæfinga. Alls kyns afþreying er í boði enda staðurinn talinn vera einn allra besti æfingastaður sem völ er á. Farið verður
í vatnsleikjagarð, en hér má sjá heimasíðu garðsins http://www.waterworld.es/
ofl. gert til skemmtunar til að brjóta upp æfingarnar og kynnast staðnum frekar.

Fatnaður / búnaður
Óðinsgalli, hettupeysa, Óðins stuttbuxur, Óðins bolir stutterma og langerma.
Léttur fatnaður, stuttbuxur, hlýrabolir, derhúfur, sandalar (opnir skór), sólaráburður (mikil vörn/vatnsvörn PRODERM FROÐA MJÖG GÓÐ), æfingaföt, æfingabúnaður, hlaupaskór, handklæði oþh.

 

Vegabréf, tryggingar og lyf
Ljósriti af vegabréfi ber að skila til fararstjóra ekki seinna en 15. júlí. Ganga þarf úr skugga um að börnin séu tryggð í ferðinni. SOS kort frá Tryggingafélagi og/eða E111 frá Tryggingarstofnun (er á ábyrgð foreldra).
Koma þarf þeim upplýsingum einnig til fararstóra. Þurfi sundmaður einhverra hluta vegna að taka inn lyf í ferðinni ber að tilkynna það skriflega fyrir brottför til fararstjóra.

Farsímar
Farsímar verða leyfðir í ferðinni enda eru þeir öryggistæki ef rétt er með þá farið. Verið ekki að hringja í hvert annað að óþörfu, því símtöl erlendis eru dýr. Ef þið ætlið að hringja í íslenskt númer þurfið þið að slá inn +354 og svo númerið.

Merkingar
Munið að merkja allar ykkar eigur vel svo ekki komi til ruglings þegar fatnaðurinn er þveginn en fararstjórar munu sjá um þvotta. Ekki er ástæða til þess að hafa með sér nein ósköp af fatnaði. Til að auðvelda flokkun á þvotti er fólk beðið um að senda krakkana með net sem hægt er að setja þvottinn í.

Þjálfarar og fararstjórar
Með í för verða 2 þjálfarar og 2 fararstjórar:
Ragga sem yfirþjálfari og henni til aðstoðar Dilla.
Fararstjórar verða þau Börkur og Alda.

Vasapeningur
Sundmennirnir mega hafa að andvirði 35.000.króna- ( 225 EUR ) með sem vasapening að lámarki. Þessir peningar verða í vörslu fararstjóra sem úthluta peningum einu sinni á dag.

Kostnaður
Heildarkostnaður á sundmann er áætlaður 235.000. - Inni í þeirri upphæð er flug, gisting, fullt fæði, æfingaaðstaða, rúta Ak - Kef- Ak., kostnaður vegna fararstjóra, ávaxta, vatns og skemmtigarðs.
Til frádráttar þeirri upphæð er það sem sundmaður hefur safnað í einstaklingsfjáröflunum. Einnig var tekin sú ákvörðun í stjórn Óðins að 1/3 af ágóða AMI 2011 færi í að niðurgreiða þessa fer eða um 800.000 kr. auk annarra
sameiginlegra safnana.
Mismunurinn greiðist fyrir brottför inn á reikning 0566-26-80180, kt. 580180-0519, sem er ferðabókin okkar í Íslandsbanka.

Calella
– Beint áætlunarflug til Barcelona
– Frábærar aðstæður
– 50 metra laug
– Hótel nálægt laug
• Þekkja sundhópa vel
• Fullt fæði – ekki “all inclusive”
– Strönd nálægt
– Vatnsleikjagarður
– Góð reynsla af Calella

Með sund og sólarkveðju
Ragga s: 772-1960
Dilla s: 699-0637
Alda s: 861-4187
Börkur s: 864-8373